mánudagur, febrúar 24, 2003 

Nú er ég búin að finna eitt út! Það kemur ekkert nýtt á bloggsíðuna mína ef ég skrifa það ekki sjálf!!! Ég opna bloggsíður vinkvenna minna og stend svo sjálfa mig að því að opna mína! Eins og ég eigi vona á að þar standi eitthvað nýtt!!! En það virkar sem sagt ekki þannig!! Ég verð víst að skrifa eitthvað ef ég ætla að safna í sarpinn hérna inni!! Mikið óskaplega yrði ég nú hissa ef það stæði nú eitthvað nýtt á blogginu mínu einn daginn... Og þá væri nú sennilega bara um tvennt að ræða, annað hvort hefði ég dottið ærlega ofan í ginflöskuna sem ég á hér inni í skáp eða þá að ég væri klofinn persónuleiki... Hvernig ætli "hin ég" væri? En það væri kannski áhugaverðasti pistillinn! Mér mundi í öllu falli þykja það þar sem hann væri væntanlega skrifaður í mínu nafni... og væri í rauninni ég en samt ekki ég... Kannski myndi ég kynnast þar hlið á mér sem ég vissi ekki að ég ætti til. Skyldi ég vera reiður einstaklingur sem þoli ekki þjóðfélagið eins og það er og vil byltingu? Eða væri ég kannski friðarsinni sem sæi allt í rósrauðum bjarma og gerði mér raunverulegar vonir um að allir gætu lifað í sátt og samlyndi.... Ekki svo að skilja að ég vilji það ekki og voni. Ég þykist bara vita að fyrst ég get ekki lifað í sátt og samlyndi við alla þá geta ekki allir lifað í sátt og samlyndi við mig!! Og ég er bara ein manneskja. En hver veit, kannski væri ég hrædd við umheiminn og hefði byrjað á bloggsíðunni minni fyrir tilstuðlan "mín" til að "ég" gæti komið út og tjáð mig við heiminn.... Hmmm... kannski ég láti þetta nægja í dag! Ég hef grun um að ef ég fer ekki að hætta þessu þá verði hugsunin svo flókin að ég hætti að geta fylgt henni eftir og missi mig fullkomlega í einhverri hugsanaorgíu hérna fyrir alþjóð!!!
Svo fyrir utan það að mér veitir víst ekkert af því að fara að fara yfir prófin sem ég lagði fyrir nemendur mína í dag svo að prófstaflinn hækki ekki bara og verði á endanum að einu heljarinnar fjalli... Þannig að þangað til næst þá verður þetta að duga.

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com