föstudagur, október 01, 2004 

Á verkfallsvaktinni..

Jæja, þá er 2. vikan í verkfalli liðin og undirrituð hefur sjaldan haft eins mikið að gera!!
Ástæðan er sú að elskuleg systir mín, Hrönn, seldi jú íbúðina sína -eins og kom fram í síðustu færslu- og ég, ásamt Sigrúnu vinkonu Hrannar, höfum verið uppteknar við að pakka búslóðinni hennar. Og það er ekkert smá verk get ég sagt ykkur góðir hálsar!! Hrönn systir mín er meistari leirtausins, spariglasanna og smádótsins!! Nú reyndar verður hún að sætta sig við að fá aldrei neina bakka, engar myndir eða yfir höfuð nokkuð brothætt eða annað sem þarf að pakka inn við flutninga, í gjöf frá okkur Sigrúnu! Við höfum ákveðið að gefa henni alltaf eitthvað sem endist ekki endalaust... Nú er bara höfuðverkurinn að finna hvað það er!!

Nú, eins og allir heyra þá hef ég það fínt í verkfallinu!! Eini bömmerinn er að ég er með 3 þúsund krónur í tekjur á dag... sem er eiginlega dálítið lítið... þannig að ég vil gjarnan að þessir félagar mínir í samninganefnd kennara og launanefnd sveitafélaganna fari að semja!! Það var fínt að fá svona 2 vikur... maður kemst upp með að líta á það sem "launalaust leyfi" en eftir það fer manni nú bara að leiðast og peningaleysið fer að segja til sín.. og það er málið! Það er ekkert gaman að vera heima þegar allir aðrir eru að vinna og eiga ekki pening til að gera eitt eða neitt... Þannig að þar sem ég er að verða búin með allt sem ég þurfti að gera heima hjá Hrönn þá á mér sálfsagt eftir að hundleiðast hérna í næstu viku!! -Við sjáum bara til... ég leyfi ykkur að fylgjast með því!!


mánudagur, september 27, 2004 

Í verkfalli... í verkfalli...

Jæja! Verkfallsvaktin er byrjuð og það verður að segjast að hún fór nú aðeins öðruvísi af stað en til var ætlast!!
Málið er sem sagt að fyrstu viku verkfallsins eyddi ég í London með Jóni Einari. Þar lékum við túrista af alræmdustu sort... London er rosalega stór og mikið hægt að gera!! Þannig að við vöknuðum snemma á morgnana til að fara að skoða hitt og þetta... vorum í því fram til ca. fjögur á daginn.. en þá fórum við og versluðum dálítið. Þegar við vorum búin að skila af okkur á hótelið þá fórum við út að borða og höfðum það ákaflega huggulegt.
Sem sagt vel heppnuð ferð til London í verkfallinu!!

En.. eins og allt annað þá tók nú ferðin enda og við komum sem sagt heim í gær. Þannig að nú tekur annað verkefni við!! Hrönn systir er nefnilega búin að selja íbúðina sína þannig að nú mun undirrituð -ásamt öðrum að sjálfsögðu- bretta upp ermar og pakka svona eins og einni búslóð.
Þannig að... kannski maður láti þetta nægja í bili og komi sér út úr húsi!!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com