Hér kemur 1. alvöru nöldurpistill annarinnar....
Nú er nefnilega að fara í hönd tími prófagerðar og prófayfirferðar... Þið kæra fólk sem eruð búin að taka óteljandi próf, í barnaskóla, gagnfræðaskóla, menntaskóla og jafnvel í háskóla.. Nú skuluð þið rifja upp hvað ykkur þótti um það að vera í prófum og próflestri..-einmitt..- Taktu nú þessa tilfinningu og margfaldaðu hana með 8... þá kemstu næstum því að því hvað mér þykir um prófagerð og prófayfirferð.... orðið LEIÐINLEGT kemst engan vegin nálægt þessu!!! Þannig að þið kæru dömur sem hafið nú undanfarna daga setið sveittar við bækurnar getið huggað ykkur við það að nú sitja kennararnir ykkar uppi með háan stafla af prófum sem þeir eiga eftir að fara yfir og stynja stórum!!!
Þannig að þið skólafólk sem sitjið og stynjið yfir prófunum.. ef það er einhver bót í máli þá stynja kennararnir ennþá hærra!!!