þriðjudagur, nóvember 08, 2005 

Hinir horfnu snúa aftur

Jæja.. er ekki best að láta aðeins vita að maður sé á lífi!
Lífið á Völlunum er ljúft nú sem ætíð! Hér líða dagarnir allt of hratt, Camilla farin að halda haus, hjala, grípa um hluti -sem oftast enda uppi í munninum á henni- og nú síðast hlæja! Hún er ekki alveg búin að ná tökum á þessu með hláturinn en hei.. hún uppgötvaði það líka bara í gær að hún gæti hlegið eins og aðrir!
Skólinn er líka að leggja sitt að mörkum til þess að dagarnir líða bara fyrir hádegi! Það eru verkefnaskil þessa dagana -sem er ágætt, þau eru þá búin!! En það þýðir líka smá púsl með tímann, sendast hingað og þangað til að hitta fólk og gera einstaklingsverkefnin með Camillu á handleggnum!! -Nei ég segi nú bara svona, hún leikur sér nú yfirleitt á stórskemmtilega leikteppinu sínu á meðan!
Hvað meira... jú ungbarnasundið er byrjað og er fullkomlega BRILLJANT! Ferlega skemmtilegt og okkur finnst náttúrlega Camilla vera duglegust!! -Sem hún er auðvitað!
En svona annars er lítið að frétta! Við erum bara kát og glöð hérna á Völlunum og höfum bara hugsað okkur að halda því áfram!!
Ég veit ekki alveg hversu mikið verður skrifað hérna í nóvember og enn síður í desember þar sem húsfreyjan verður þá í prófum auk þess að vera á kafi í kössum að leita uppi jóladótið!!!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com