laugardagur, mars 13, 2004 

Enn og aftur...

Ég eeeeelska þessi fullkomlega "paþettikk" próf... Spáiði í það hvað maður lifir innihaldslausu lífi stundum!!!

Pirate Monkey's Harry Potter Personality Quiz
Hver ert þú í Harry Potter?
by Pirate Monkeys Inc.

 

Þá er það staðfest!!!

Ég er gæðablóð!!

gold heart
Heart of Gold


Úr hverju er hjarta þitt?
brought to you by Quizilla

miðvikudagur, mars 10, 2004 

1000...

-asti gesturinn er beðinn um að gefa sig fram!!!

 

Hmmm...

Ég veit nú ekki hvort þetta er "rétt"!!! Manneskja sem skrifar um líf sitt frammi fyrir alþjóð!! Er hægt að vera meira ómysterísk? En kannski er það ekki mitt að dæma!

Mystery
You are the mystery woman


Hvaða fagra kona ert þú?
brought to you by Quizilla

þriðjudagur, mars 09, 2004 

Helgin...

...var frábær í alla staði!

Laugardagur:
Vaknaði bara seint og um síðir.. horfði út og var mikið að spá í að fara út að hjóla eða í göngutúr... og hver haldiði að hringi þá!! Ástkær systir mín og var að stynga upp á því að við myndum nú bara taka einn góðan göngutúr um Elliðaárdalinn!!! Ljómandi hugmynd... Þannig að hún kom með brunch fyrir okkur og eftir að hafa setið smá stund og spjallað fórum við út, röltum upp með dalnum og héldum spjallinu áfram!
Kvöldið var svo bara rólegt og huggulegt...

Sunnudagur:
Vaknaði bara um kl. 10 árdegis!!! Settist hér við tölvuna og ætlaði að bloggast eða spá í póstinn minn þegar ég sá hvað klukkan var og sá þá að ef ég myndi nú skella mér í föt hið snarasta og drrrrrífa mig af stað.. þá kæmist ég á réttum tíma í messu!!! -Eitthvað sem ég er búin að hugsa mér að gera heillengi en sem sagt yfirleitt ekki verið sómasamlega klædd á þeim tíma dags sem blessaðar messurnar eru!!! Þannig að ég ákvað að grípa tækifærið og skellti mér í messu í Bústaðakirkju.. Þegar ég kom inn brá mér nú heldur í brún þar sem ég sá að ég var ca 25 árum eldri en meðalaldurinn var á mannskapnum þarna inni!!! -Og það að meðtöldum prestinum sko... Komst fljótlega að því að það var æskulýðsdagur kirkjunnar á sunnudaginn þannig að það hafa sjálfsagt verið barnamessur út um allt land!! Nú... ekki þýðir að koma inn í hús Guðs...staldra stutt við og hypja sig bara í burtu... þannig að ég bara ákvað að sjá hvað yrði... og ég verð bara að segja að það er langt síðan ég hef skemmt mér svona vel í kirkju!!! Söng þarna alla gömlu góðu sálmana... 'B-I-B-L-Í-A, er bókin bókanna'... 'Djúp og breið' og ýmsa aðra söngva sem maður syngur ALDREI í svona "venjulegum" messum!! -Stórskemmtilegt alveg...
Svo hringdi ég og vakti Beggu og sagði henni að ég mætti nú til með að draga hana framúr rúminu sínu og deila ferskleika mínum með henni (vel að merkja...hér er klukkan orðin næstum 12 þannig að allur ferskleiki er afsakanlegur!!) áður en hún færi í vinnuna sína. Begga brást bara vel við þannig að við fórum á "The Bagel house" á Grensásveginum. Ljómandi fínn staður svona til þess að gera!!
Nú.. Þegar Begga var komin í vinnuna þá fór undirrituð og ætlaði að líta á skó... en fann sem sagt bara lífsnauðsynleg tól í eldhúsið -sem þó verða sennilega ákaflega sjaldan notuð þar sem heimilisfólkið hér á bæ nennir nú almennt ekki að elda!! Og hraðamæli á Bláma!! Þannig að þá er hægt að fara að fylgjast með því hvað ég hjóla mikið!!
Eftir kaupin leit ég við hjá Hrönn systur áður en ég dreif mig heim til að taka á móti Lindu, Stebba og Söru Ósk sem er ákaflega skemmtilegt barn!! Þetta var sérlega ánægjuleg heimsókn. Skrítið samt til þess að hugsa að þetta er í 3 sinn sem ég hitti Lindu og Stebba á undanförnum 5 árum!! Það verður seint sagt að við séum að þvælast hvert fyrir öðru!!
Kvöldið var svo tekið í rólegheit með einum félaga mínum... Ljómandi fínn dagur!

Mánudagur:
Já takið eftir því að mánudagurinn er talinn með hér í umtali mínu um ánægjulega helgi!! Það gerist ákaflega sjaldan þannig að þessi dagur var alveg sérstakur!!
Nú.. ég mætti í vinnuna eins og lög gera ráð fyrir... -svona næstum því á réttum tíma!! Svolítið sein sko.. og kannski ekki í síðasta skipti!!- Kenndi...og aldrei þessu vant voru bara eiginlega allir bekkirnir mínir stilltir og þægir!! -Gaman þegar dagarnir ganga svona.
Eftir skóla fórum við Hrönn og pabbi að leiðinu hennar mömmu þar sem 8. mars var jú afmælisdagurinn hennar... Spjölluðum smá stund áður en við héldum hvert í sína áttina.
Þessi ljómandi fíni dagur fékk svo frábæran endi þegar mér var boðið í mat... fína steik sem fór hægt og rólega niður yfir fínu spjalli sem reyndar varði tölvert lengur en máltíðin!!
Fínn dagur...

Þá er bara að vita hvernig þriðjudagurinn verður... Meira um það síðar!!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com