laugardagur, desember 30, 2006 

Ooooog mesti bjáninn.....

...er ég!!!

Það er ekki nóg með það að ég viti ekkert í minn haus svona dags daglega heldur missti ég af maka-jóla-saumaklúbbnum þetta árið! Ástæða? Ég var svo dásamlega ekki í sambandi að allan daginn í gær stóð ég í þeirri meiningu að það væri fimmtudagur (maka-jóla-saumóinn var áætlaður á föstudagskvöldi) þannig að það kom mér alveg sérstaklega á óvart þegar Sigurborg hringdi í mig til að athuga hvort við Jón Einar værum ekki á leiðinni!!! Dásamlegt!!!
Þá átti aðeins eftir að redda pössun, við Jón Einar að gera okkur klár og koma okkur á staðinn. Þannig að þetta árið sögðum við pass en heitum því að mæta mjög svo klár í slaginn að ári!

Annars voru jólin ákaflega ljúf, hamborgarhryggurinn ljómandi góður, súpan sérlega vel lukkuð og eftirrétturinn hrrrrrrrikalega góður þó ég segi sjálf frá! Gjafahaugurinn var ævintýralega stór þannig að eftir matinn var lítið annað að gera en að bretta upp ermar og opna pakkana! Það hafðist á endanum og Camilla á núna tvo risastóra bangsa í stað eins áður, snjóþotu og tjald sem fyllir upp í herbergið hennar! Svo maður tali nú ekki um allar dúkkurnar, bangsana og fallegu fötin sem komu upp úr pökkunum! Við Jón Einar fengum líka heilan haug af alls kyns fallegum munum! Eða eins og Hrönn systir mín myndi segja þá "stórgræddum við" á þessum jólum!!
Þá eru bara áramótin eftir og ég er alveg viss um að þau verða ljómandi fín, kalkúnninn er þiðinn og búið að kaupa raketturnar.

Þá þarf ég bara að koma kollinum á mér í lag og sjá til þess að minnið svíki ekki á næsta ári!

Gleðilegt ár allir saman og ég hlakka til að sjá ykkur á nýju ári.

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com