sunnudagur, október 29, 2006 

Lady BloggHakker strikes again

Lady BloggHakker ákvað að taka áskorun slr og fara bara að blogga hér þar sem eigandi þessa bloggs virðist hafa dáið ákveðnum bloggdauða.

Þar sem Brynkan er mikil áhugamanneskja um sæ-fæ þætti (eins og allir vita ;o) þá hef ég ákveðið að umtalsefni þessa bloggs verði góðir sæ-fæ þættir sem ég mæli með að fólk fari nú að horfa á:

Battlestar Galactica sem er reyndar sýnt á alveg hrikalegum tíma á Skjá 1 (föstudagskvöldum klukkan 23 eða eitthvað álíka) en fyrir þá sem hafa jafn mikinn áhuga þessum þáttum og Brynkan þá á Lady BloggHakker fyrstu 2 seríurnar á DVD og það er minnsta mál að fá þær lánaðar

Firefly sem hefur ekki verið sýnt í íslensku sjónvarpi en myndin Serenity sem var framhald af þáttunum var sýnd í bíó síðasta vetur. Aðeins voru gerðir 12 þættir af þessari seríu sem voru náttúrulega hrikaleg mistök því það er frábær húmor í þessum þáttum og virkilega skemmtilegar persónur. Myndin er líka mjög skemmtileg og eiginlega skemmtilegri ef maður hefur horft á þættina áður. Eins og áður þá á Lady BloggHakker allt þetta á DVD og er hægt að fá lánað hvenær sem er.

Buffy the Vampire Slayer - þarf eitthvað að útskýra þessa þætti. Góður húmor, flottir gæjar.. þarf meira???

Jericho sem eru splunkunýjir þættir í usa og munu víst verða sýndir á Skjá 1 í vetur. Lady BloggHakker er ekki viss um að þessir þættir flokkist undir sæ-fæ en hún hefur séð fyrsta þáttinn og þetta lofar góðu... virkilega góðu.

Man ekki eftir fleiri þáttum sem Brynkan hefur verið að spyrja mig um og suða um að fá lánað.. en ef ég man eftir fleirum þá mun ég koma þeim hér á framfæri.

Kveðja,
LadyBlogghakker


We are the Borg... you will be assimilated.... resistence is futile...

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com