« Home | Nú er ég búin að finna eitt út! Það kemur ekkert n... » | Sko mig! Ég mundi hvernig átti að fara aftur hinga... » | Jahá... Svo að það er þannig sem þetta virkar! Nú ... » 

sunnudagur, mars 02, 2003 

Samskipti mannanna eru skemmtilegt viðfangsefni! Hann er ansi flókinn þessi dans sem við stígum dag hvern í okkar daglega amstri. Við komum svona fram við þennan en hinsegin fram við hinn... Setjum upp dagsplan fyrir eina manneskju. Hún/hann fer í vinnuna þar sem allt er á léttu nótunum við vinnufélagana þrátt fyrir að viðfangsefni dagsins geti verið alvarleg. Kaffistofan er afdrep þar sem áhyggjurnar fá ekki aðgöngu. Menn setjast saman yfir kaffibolla og spjalla um það sem gerist annað hvort innan hins þrönga heims fyrirtækisins, þess sem gerist úti í heiminum fyrir utan eða, ef fólk hefur unnið lengi saman, það sem snertir einkaheim hvers og eins. Síðan hverfum við aftur til okkar starfa og í flestum tilfellum eru "kaffistofu-umræðurnar" skildar eftir þar, rétt eins og viðfangsefni vinnunnar eru skilin eftir á vinnusvæðinu.

Eftir vinnu getur manneskjan okkar átt erindi í búð. Það þarf jú að reka heimilið og það verður ekki gert nema með búðaheimsóknum. Í búðinni fara fram allt öðruvísi samskipti en í vinnunni. Þau eru köld, þó ekki endilega kuldaleg, kurteis og samkvæmt ákveðinni rútínu. Og þá skiptir litlu hvernig dagurinn í vinnunni gekk og hvernig skapið í okkur er að honum loknum. Það er ekki ásættanlegt þó svo við höfum átt verulega slæman dag í vinnunni, þegar komið er inn í búðina að við tökum allar vörurnar sem við ætlum að kaupa og grýtum þeim í körfuna og þeim sem við skoðum en ákveðum að kaupa ekki grýtum við í gólfið, hreytum ónotum í fólkið sem leggur körfunum sínum þvert yfir ganginn þannig að við eigum í erfiðleikum með að komast framhjá með okkar körfu.

Það er heldur ekki ásættanlegt að ef við höfum átt yndislegan dag í vinnunni að við komum og föðmum gömlu konuna með fallega silfurgráa hárið sem er svo krúttleg með litla hattinn sinn!! Eða myndum segja við afgreiðslumanninn sem býður okkur góðan dag; "Já, finnst þér það ekki... Ég er í öllu falli mjög hamingjusöm í dag." Fólk yrði hreinlega hrætt við okkur. Og það sem er kannski merkilegast er að það yrði sýnu hræddara við hamingjusömu manneskjuna en þá sem er arfa-vitlaus yfir eitthverju sem það hefur ekki hugmynd um hvað er!!

Nú, eftir búðaheimsóknina getum við sett sem svo að það þurfi að ná í bílinn á verkstæðið. (Hér erum við að sjálfsögðu að tala um hinn almenna Íslending sem á a.m.k. 2 bíla!!) Þegar á verkstæðið er komið þá fara fram kurteisislegar samræður um það að hann rauður gamli sé nú orðinn hálfgerður garmur og að bifvélavirkinn hafi nú séð þarna eitt og annað sem hann hvetur manneskjuna okkar til að láta athuga... Og þó svo að hún/hann hafi minna en engan áhuga á því sem gæti hugsanlega kannski orðið að rauð gamla þá látum við samt líta út fyrir að við hlustum af andtakt!! Hverjum er ekki sama þó svo að , að dempararnir séu farnir að slappast og að spindilkúlan sé eitthvað aðeins of laus... Á meðan bílskrjóðurinn kemur manni frá A til B... þá er það í lagi... fyrir utan þá staðreynd að það er bara ekki til peningur til að gera við þetta drasl strax... það verður því bara að fá að fara. Eina sem við hugsum er..."nú jæja... er spindilkúlan farin að gefa sig.. ég verð þá væntanlega að stýra dálítið mjúklega og passa að fara varlega yfir hraðahindranir til að dempararnir gefi sig hægar."
En af því að við erum að sækja þjónustu hjá bifvélavirkjanum þá getum við ekki sagt við hann... "Veistu.. mér er alveg nákvæmlega sama! Ég þoli ekki þetta bílhræ hvort eð er.. hann er alltaf bilaður þannig að það skiptir engu máli hvort þú gerir við hann núna eða í næstu viku... ég þarf hvort eð er að koma með hann aftur..." Aftur ef við þurfum ekki á viðkomandi þjónustu að halda þá setjum við stundum upp snúð og segjum viðkomandi að við hreinlega höfum ekki áhuga á því sem hann/hún er að bjóða. Dæmi um þetta eru símasölumenn... En í öllu falli þá kveður manneskjan okkar bifvélavirkjann með virktum og þakkar honum kærlega fyrir. Þrátt fyrir að hugsa í hljóði hvort að blöndungurinn hafi verið úr gulli sem hann setti í gamla rauð... Verðið gefi það svo sannarlega til kynna!!!

Að öllum þessum heimsóknum loknum þá kemst manneskjan okkar alla leið heim. Og þá fyrst getur hún/hann sett niður grímuna vegna þess að inni á heimilinu erum við "frjáls" hvað varðar samskipti... Eða hvað? Getum við það? Er það þannig að við getum komið heim eftir ömurlegan dag í vinnunni, slakað á kurteisinni sem við erum búin að ríghalda í allan daginn og samt komist í gegnum kvöldið án þess að lenda í stympingum við þá sem við búum með? NEI.. það virkar nefnilega ekki þannig!! Við erum alltaf í ákveðnu hlutverki og við getum ekki kastað því og leyft okkur að vera bara við sjálf án þess þá að "ræða það" við þá sem deila rýminu með okkur. Við getum ekki komið heim í faðm fjölskyldunnar og læst okkur inni án þess að gefa skýringu... Líkurnar á að það verðir mistúlkað eru 100%!! Og líkurnar á að við mistúlkum slíka hegðun eru líka 100%!!
Og hver er þá niðurstaðan? Ég veit það ekki... Er kannski best að búa einn? Ég veit það ekki heldur!!

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com