Leyndarmál laugardagsins!
Nú er laugardagurinn sem sagt liðinn og tími til kominn til að segja frá "leyndarmálinu" og hinum nýuppgötvaða hæfileika húsmóðurinnar á völlunum!!!
Þannig er sem sagt að hér á heimilinu hefur eiginlega verið framhald á því sem var byrjað á þann 17. febrúar síðastliðinn. Þ.e. gæsun Ellu Maju. Hún er jú að fara að gifta sig konan og því fylgir í öllum tilfellum maki! Í þessu tilfelli er það hann David. Hann var sem sagt steggjaður á laugardaginn og kom það í hlut míns maka að útvega víkingabúning á stegginn. Það hefði svo sem ekki verið vandamál nema fyrir þá staðreynd að víkingabúningurinn er EINI búningurinn sem hefur ekki skilað sér á búningaleiguna sem Jón Einar leitaði uppi! Nú, í búðinni HókusPókus á Laugarvegi er ágætt úrval grímubúninga á fullorðna, svona ef þeir eru algerir meðalmenn/konur á hæð og breidd. -Og allir sem hafa hitt David vita að þar fer enginn meðalmaður! Þannig að það var náttúrlega bara eitt að gera í stöðunni.... Að fara í efnabúð og versla efnivið í víkingabúning!!! Þannig að ég gerði það! Látum það nú vera þó svo ég hafi verslað efnið.... EN... það sem er náttúrlega lyginni líkast (og undir það hljóta allir að taka sem mig þekkja) að ég skuli hafa sniðið víkingamussu, saumað hana saman, saumað fellda skikkju (vá! sjáiði fagorðið, felld!!), fest skikkjuna við mussuna og saumað belti á hana líka!!! OG... það sem er nú kannski merkilegast er að þetta var bara fjári flottur búningur!!! Og ég get sem sagt borið vitni um það að David leit ekkert smá flott út í þessu öllu saman!
Þessi aðgerð, þ.e. að sauma mussuna, hefur sem sagt skapað það ástand hér á heimilinu að hér er ALLT loðið! (Víkingamussan er sem sagt úr loðnu efni.) Jón Einar var fenginn til að leika mátunargínu inni á baði þar sem gripurinn var sniðinn og saumaður að mestu. Camilla snúllubarn er ekki orðin nægilega gömul til að vera treyst fyrir íbúðinni þegar foreldrarnir loka sig inni á baði ásamt svakalega loðnu efni sem fer SVAKALEGA úr hárum þegar það er klippt, var inni á baði líka. Henni þótti þessi iðja foreldranna gríðarlega skemmtileg og fannst upplagt að velta sér uppúr öllu loðinu, fara undir víkingamussuna og almennt gera allt sem í hennar valdi stóð til að safna loðinu á sig! Þannig að þegar hún síðan slapp út af baðherberginu þá hljóp hún hér um eins og lítil bifukolla og dreifði loðinu um alla íbúð! Þannig að fyrir þá sem halda að við höfum fengið okkur kött sem er illa haldinn af hárlosi þá skýrist það hér með að um víkingamussu er að ræða!
Þannig er sem sagt að hér á heimilinu hefur eiginlega verið framhald á því sem var byrjað á þann 17. febrúar síðastliðinn. Þ.e. gæsun Ellu Maju. Hún er jú að fara að gifta sig konan og því fylgir í öllum tilfellum maki! Í þessu tilfelli er það hann David. Hann var sem sagt steggjaður á laugardaginn og kom það í hlut míns maka að útvega víkingabúning á stegginn. Það hefði svo sem ekki verið vandamál nema fyrir þá staðreynd að víkingabúningurinn er EINI búningurinn sem hefur ekki skilað sér á búningaleiguna sem Jón Einar leitaði uppi! Nú, í búðinni HókusPókus á Laugarvegi er ágætt úrval grímubúninga á fullorðna, svona ef þeir eru algerir meðalmenn/konur á hæð og breidd. -Og allir sem hafa hitt David vita að þar fer enginn meðalmaður! Þannig að það var náttúrlega bara eitt að gera í stöðunni.... Að fara í efnabúð og versla efnivið í víkingabúning!!! Þannig að ég gerði það! Látum það nú vera þó svo ég hafi verslað efnið.... EN... það sem er náttúrlega lyginni líkast (og undir það hljóta allir að taka sem mig þekkja) að ég skuli hafa sniðið víkingamussu, saumað hana saman, saumað fellda skikkju (vá! sjáiði fagorðið, felld!!), fest skikkjuna við mussuna og saumað belti á hana líka!!! OG... það sem er nú kannski merkilegast er að þetta var bara fjári flottur búningur!!! Og ég get sem sagt borið vitni um það að David leit ekkert smá flott út í þessu öllu saman!
Þessi aðgerð, þ.e. að sauma mussuna, hefur sem sagt skapað það ástand hér á heimilinu að hér er ALLT loðið! (Víkingamussan er sem sagt úr loðnu efni.) Jón Einar var fenginn til að leika mátunargínu inni á baði þar sem gripurinn var sniðinn og saumaður að mestu. Camilla snúllubarn er ekki orðin nægilega gömul til að vera treyst fyrir íbúðinni þegar foreldrarnir loka sig inni á baði ásamt svakalega loðnu efni sem fer SVAKALEGA úr hárum þegar það er klippt, var inni á baði líka. Henni þótti þessi iðja foreldranna gríðarlega skemmtileg og fannst upplagt að velta sér uppúr öllu loðinu, fara undir víkingamussuna og almennt gera allt sem í hennar valdi stóð til að safna loðinu á sig! Þannig að þegar hún síðan slapp út af baðherberginu þá hljóp hún hér um eins og lítil bifukolla og dreifði loðinu um alla íbúð! Þannig að fyrir þá sem halda að við höfum fengið okkur kött sem er illa haldinn af hárlosi þá skýrist það hér með að um víkingamussu er að ræða!