« Home | Samskipti mannanna eru skemmtilegt viðfangsefni! H... » | Nú er ég búin að finna eitt út! Það kemur ekkert n... » | Sko mig! Ég mundi hvernig átti að fara aftur hinga... » | Jahá... Svo að það er þannig sem þetta virkar! Nú ... » 

sunnudagur, mars 09, 2003 

Þegar ég vaknaði í dag var afmælisdagurinn hennar mömmu. Hún hefði orðið 54 ára í dag. Það eitt gerir þennan dag mjög sérstakan og á ákveðin hátt ljúfsáran. En hann er búinn að vera alveg sérstaklega ánægjulegur. Ég vaknaði fyrir allar aldir (svona miðað við að það er helgi), hitaði kakó og smurði mér nesti og settist upp í Grána minn. Við settum stefnuna upp í Bláfjöll og eyddi deginum á skíðum í alveg sérdeilis góðum félagsskap.... Ekki spillti fyrir að veðrið var alveg himneskt. Ekki ský á himninum þannig að maður sá alla suðurströndina frá Keflavík og alveg út að Eyjafjallajökli, fjallasýnin náði næstum alla leið að Mælifellinu í Skagafirði!! Fjöll eins og Hekla, Þrýhyrningur, Skjaldbreiður, Langjökull og ótal fleiri skörtuðu sínu fegursta... Og...færið í Bláfjöllunum var bara alveg stórgott! (Það er til mikils að flytja á norðurlandið til þess eins að þurfa að koma suður til að fara á skíði!!!)

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com