« Home | Rúnturinn.. » | Ég er... » | Þetta er mitt kort!!! » | Afmælisteitinu... » | Ég ætla að hvetja alla til að skoða það sem er á þ... » | JESSSSSS... » | Sko mína!!! » | Andleysi og ómennska... » | Nú árið er liðið í aldanna skaut... » | Afmælisþema... » 

mánudagur, febrúar 02, 2004 

Ja hérna hér!!!

Nú er sem sagt allur ávinningur af öllu mínu sprikli síðastliðna viku farinn út um gluggann!!!
Afmæli í dag og afmæli í gær... Sem aftur þýðir að afmælishrinu þessa árs er lokið.. nú eru bara nokkrir afmælisdagar hér og þar á stangli!!!
Það virðist nefnilega vera þannig í minni fjölskyldu að það sé fengitími einu sinni á ári!!! Hann er sem sagt í apríl og aðeins fram í maí þar sem nær allar fæðingar í fjölskyldunni eiga sér stað í janúar... Restin hefur bara svindlað á reglunum og getið börn sín í laumi!!!
Af þessum 31 degi sem janúarmánuður státar af eru rétt um 15 fráteknir í afmæli... Þar af eru 3 á einum og sama deginum! Nú, svo finnst sumum ekki nóg um afmæli í janúar heldur eignast þeir maka sem eiga líka afmæli í janúar... og... eru svo stálheppnir að makinn, og barn makans hitta á "lausa daga" í þessum ágæta mánuði!!! Svo er nú dálítið skemmtilegt að segja frá því að 3 af vinum mínum eiga líka afmæli í janúar...en þau hitta reyndar á daga sem tilheyra líka fjölskyldumeðlumum!!!
Þannig að það má segja að þema janúarmánaðar sé með sanni afmæli!!!

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com