« Home | Ja hérna hér! » | Jólablogg » | Jólin jólin... » | Leiðindablogg!! » | Kjarasamningar » | Fullveldisdagurinn » | Prófdagur » | Bananalýðveldið ÍSLAND » | Helgin og vikan framundan... » | Næst-síðasta lag fyrir verkfall!! » 

sunnudagur, janúar 16, 2005 

Janúartímabilið!!!

Já, janúartímabilið er sem sagt hafið!
Jólin eru frá og þar með er tekið frá hið alræmda afmælistímabil í minni fjölskyldu! Í janúar eru 31 dagur. Af þessum dögum eru 11 uppteknir sem afmælisdagar! Á dögunum 11 eru 13 manns sem eiga afmæli. Svo er ég svo stálheppin að þekkja líka 3 í viðbót sem eiga afmæli í janúar. Þannig að ég þekki alls 15 manns, auk mín, sem eiga afmæli í þessum ágæta mánuði! Það er eins gott að sparifötin séu hrein og pressuð. Sumir sem ég þekki líta á þetta sem galla en ég vil frekar líta á þetta sem mjög sniðugan hlut. Í janúar eru allir "í formi" eftir allt jólaátið þannig að kökunum og öllu gúmmelaðinu eru gerð góð skil og því minna af afgöngum en ella. Auk þess eru allir enn í sjöunda himni eftir jólagjafirnar þannig að það er ekki þörf á að kaupa eins stórar afmælisgjafir! Menn sýna því skilning að ættingjarnir eru blankir eftir jólin! -Þarna er alin upp hógværð í fólki...
Þannig að fólk sem á afmæli í janúar er duglegt að borða matinn sinn, hógvært og nægjusamt!

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com