Bananalýðveldið ÍSLAND
Þetta er búinn að vera erfiður dagur!
Kennarar voru látnir kyngja stolti sínu í dag með sömu aðferð og gæsunum í Fakklandi er gefið fóður! Það var einfaldlega tekið í hnefann og kýlt ofan í vélinda þannig að öll stéttin varð -gersvovel- að kyngja.
Hvað á það að þýða hjá ráðamönnum þjóðarinnar að ryðjast fram á sjónarsviðið eftir að hafa verið með mis háværar yfirlýsingar um það að þeim komi launadeila kennara og sveitafélaganna ekkert við, skella einu lagafrumvarpi á borðið og lýsa því svo yfir að þetta hafi verið neyðarúrræði!!! Var neyðin stærri í dag en í gær? Með þessu er sett lögbann á verkfall kennara og okkur gert að mæta til vinnu á mánudag og sinna okkar starfi án þess að fá eina krónu í launahækkun!!! HAAAAALLLLÓÓÓ... Ætlast ráðherrar landsins til þess að kennarar taki þessu með bros á vör? Jú, þetta er að vissu leyti skárra en miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lagði til launalækkun í ágúst... en... þar var þó lagt til að kennarar fengju eingreiðslu til að standa straum af þeirri tekjuskerðingu sem verður gerð á sumarlaununum okkar... þegar við höldum áfram að borga upp verkfallið!!!
Jú, lögin gera líka ráð fyrir að samninganefndir kennara og sveitafélaga setjist við samningaborði -aftur...já og aftur...og alveg þar til 15. DESEMBER....!!!! Þá á, að því gefnu að samningar hafi ekki náðst, að skipa í Gerðardóm sem á svo að ákvarða laun kennara fyrir 31. MARS!!!!
KRÆST..!!
Af hverju ættu samninganefndirnar að ná saman nú þegar kennarar eru "komnir aftur til starfa"... Halda ráðamenn að nú, þegar búið er að berja okkur inn í skólastofurnar aftur, komi til með að ganga betur að semja? Halda þeir að við munum slaka á kröfum okkar vegna þess að okkur sé gróflega misboðið? Nei, nei og aftur NEI...
Ég hélt ég ætti aldrei (og hér meina ég AAAALDREI) eftir að vera sammála Kolbrúnu Halldórsdóttur og Ögmundi Jónassyni á sama deginum.. en... sko til.. ég klappaði þeim á bakið og var fullkomlega sammála málaflutningi þeirra á Alþingi í dag!
Sumir hafa lagt til að kennarar vinni bara frá 8-16 eins og "venjulegt fólk". Sumir hafa jafnvel haldið því fram að það sé kennurum ofviða að vera í vinnunni á eðlilegum vinnutíma...
Daginn sem verður um það samið að ég geti unnið BARA frá 8-16 og lokið ÖLLU því sem ég þarf að gera innan þess vinnuramma... Þá, kæru vinir, ætla ég að bjóða öllum sem ég þekki í stóra og mikla veislu... En takið eftir... það yrði þá ekki fyrr en EFTIR kl. 16 á föstudegi!
Kennarar voru látnir kyngja stolti sínu í dag með sömu aðferð og gæsunum í Fakklandi er gefið fóður! Það var einfaldlega tekið í hnefann og kýlt ofan í vélinda þannig að öll stéttin varð -gersvovel- að kyngja.
Hvað á það að þýða hjá ráðamönnum þjóðarinnar að ryðjast fram á sjónarsviðið eftir að hafa verið með mis háværar yfirlýsingar um það að þeim komi launadeila kennara og sveitafélaganna ekkert við, skella einu lagafrumvarpi á borðið og lýsa því svo yfir að þetta hafi verið neyðarúrræði!!! Var neyðin stærri í dag en í gær? Með þessu er sett lögbann á verkfall kennara og okkur gert að mæta til vinnu á mánudag og sinna okkar starfi án þess að fá eina krónu í launahækkun!!! HAAAAALLLLÓÓÓ... Ætlast ráðherrar landsins til þess að kennarar taki þessu með bros á vör? Jú, þetta er að vissu leyti skárra en miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lagði til launalækkun í ágúst... en... þar var þó lagt til að kennarar fengju eingreiðslu til að standa straum af þeirri tekjuskerðingu sem verður gerð á sumarlaununum okkar... þegar við höldum áfram að borga upp verkfallið!!!
Jú, lögin gera líka ráð fyrir að samninganefndir kennara og sveitafélaga setjist við samningaborði -aftur...já og aftur...og alveg þar til 15. DESEMBER....!!!! Þá á, að því gefnu að samningar hafi ekki náðst, að skipa í Gerðardóm sem á svo að ákvarða laun kennara fyrir 31. MARS!!!!
KRÆST..!!
Af hverju ættu samninganefndirnar að ná saman nú þegar kennarar eru "komnir aftur til starfa"... Halda ráðamenn að nú, þegar búið er að berja okkur inn í skólastofurnar aftur, komi til með að ganga betur að semja? Halda þeir að við munum slaka á kröfum okkar vegna þess að okkur sé gróflega misboðið? Nei, nei og aftur NEI...
Ég hélt ég ætti aldrei (og hér meina ég AAAALDREI) eftir að vera sammála Kolbrúnu Halldórsdóttur og Ögmundi Jónassyni á sama deginum.. en... sko til.. ég klappaði þeim á bakið og var fullkomlega sammála málaflutningi þeirra á Alþingi í dag!
Sumir hafa lagt til að kennarar vinni bara frá 8-16 eins og "venjulegt fólk". Sumir hafa jafnvel haldið því fram að það sé kennurum ofviða að vera í vinnunni á eðlilegum vinnutíma...
Daginn sem verður um það samið að ég geti unnið BARA frá 8-16 og lokið ÖLLU því sem ég þarf að gera innan þess vinnuramma... Þá, kæru vinir, ætla ég að bjóða öllum sem ég þekki í stóra og mikla veislu... En takið eftir... það yrði þá ekki fyrr en EFTIR kl. 16 á föstudegi!