« Home | Gleðilegt sumar » | Singalong singalong!! » | Happí jappí póstur! » | Raunir óléttu konunnar!! » | Páskafrí!!!! » | Gaman gaman! » | Miðvikudagur til moldar » | Jibbí.... » | Það virkar!!! » | Þvottur...ryk...og óhúslegasta húsmóðir í heimi!!! » 

mánudagur, maí 02, 2005 

Hólí mólí!!!!!!!!!

Vá maður!
Ég verð að segja það að ég er fegin að vera Íslendingur en ekki Ungverji!
Með því að vera Íslendingur en ekki Ungverji er maður búinn að útiloka nokkra þætti í mannlegum samskiptum! Tökum dæmi... Þegar Íslendingur loksins spyr spurningar vill hann fá svar -ekki Ungverjinn! Hann/Hún er bara að koma því á framfæri að hann/hún viti ekki hlutinn. Ennfremur eru Íslendingar þó það skipulagðir að ef fara á í skoðunarferð með...ja.. eigum við að segja 80 farþega og eigum við að segja 5 leiðsögumenn, þá pantar Íslendingurinn 2x50 manna langferðabíla. Þegar þetta er allt í höfn þá unir Íslendingurinn sæll við sitt af því að hann veit að hann er búinn að afgreiða alla skipulagningu. Síðan mæta Íslendingarnir sem eiga bókað sæti í skoðunarferðinni sælir og glaðir og ferðin hefst og endar! Þetta gerir Ungverjinn ekki!!! Hann skipuleggur og bókar fólk í ferðina, bókar rútur í samræmi við þann fjölda sem er búinn að bóka sig OG HELDUR SVO ÁFRAM AÐ BÓKA Í FERÐINA!!!!!!!! Hér skiptir engu hversu stóra rútu Ungverjinn er búinn að bóka fyrir umrædda ferð! Þegar kemur svo í ljós að ekki eru næg sæti fyrir alla í rútunum horfir hann raunamæddur í kringum sig og skilur ekkert í því af hverju rúturnar voru ekki með fleiri sætum!!!!!!!
Enn annað sem gerir mig glaða yfir því að vera íslenskur leiðsögumaður en ekki ungverskur er sú staðreynd að þegar farið er í dagsferð á Íslandi með hóp er gerð ákveðin ferðaáætlun sem er tímasett svona gróflega og stenst líka nokkurn vegin í flestum tilfellum. Allt er þetta gert með það fyrir augum að hinn almenni farþegi í ferðinni geti skipulagt hluti eins og kvöldmatartíma og fleira í þeim dúr. Þetta gerir Ungverjinn ekki! Hann lítur á dagsferðina sem persónulega skemmtun fyrir sig og hefur það eitt að leiðarljósi að skoða það sem honum/henni finnst áhugavert. Gildir þá engu hvað aðrir eru búnir að ákveða að gera eða hvort annað fólk treystir á að áðurnefnd tímaáætlun standist!
Þetta eru helstu ástæður þess að ég er fegin að vera Íslendingur! A.m.k. svona þessa stundina!
Og Begga... Þessi helgi er hér með formlega búin og allir Ungverjarnir fara heim á morgun!!!!!

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com