« Home | Raunir óléttu konunnar!! » | Páskafrí!!!! » | Gaman gaman! » | Miðvikudagur til moldar » | Jibbí.... » | Það virkar!!! » | Þvottur...ryk...og óhúslegasta húsmóðir í heimi!!! » | Ísland í dag... í gær! » | Prófyfirferð » | Síðasta helgi... » 

miðvikudagur, apríl 13, 2005 

Happí jappí póstur!

Má til með að deila því með ykkur hvað við í Garðaskóla erum frumleg og skemmtileg!
Nemendur mínir í 7. bekk... sem og í öðrum 7. bekkjum skólans hafa undanfarið verið að vinna verkefni -fyrir minn tilstuðlan- um Hörð Torfason. Krakkarnir eru búin að gera ýmis verkefni og við kennararnir höfum útfært þetta á ýmsan hátt. Það sem er kannski skemmtilegast við þetta allt saman er að á föstudaginn sl. kom Hörður svo í heimsókn til okkar. Hann hitti alla bekkina, spjallaði og spilaði óskalög. Það var virkilega gaman að sjá hvað hann náði vel til þeirra og hvað krakkarnir virtust hafa lært af þessu verkefni!
Það er einmitt líka gaman að segja frá því að Hörður virðist hafa haft ágætlega gaman af heimsókninni þar sem hann segir frá henni á heimasíðunni sinni. Það er að sjálfsögðu líka sagt frá þessu á heimasíðu skólans.
Gaman!!

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com