« Home | Sko til... » | Dömudagur... » | Skorað á eigandann... » | Hagyrðingar » | Bissí bissí...bissí bí... » | Blásið til atlögu... » | Enn og aftur... » | Þá er það staðfest!!! » | 1000... » | Hmmm... » 

mánudagur, apríl 05, 2004 

Nå er det lenge siden!!!

Eitthvað hefur verið skrifað hérna...
Þannig að ég má nú til með að laga það ástand!
Vandamálið er nú kannski einna helst það að ég hef ekki frá mörgu að segja!! Jú, ég er sem sagt komin í páskafrí frá skólanum sem er vel.. Ég var alveg innilega tilbúin í það frí!!

Nú meiraprófsnámskeiðið heldur sinn vanagang... Síðasta helgi var hreinlega ekki alslæm!! Við vorum fyrri hluta helgarinnar að tala um hluti sem ég skildi ekki baun í bala um...en á sunnudeginum vorum við að tala um hluti sem ég gat þó aðeins klórað í bakkann með og jafnvel skilið sumt!! Og svo í dag var hringt í mig og ég spurð að því hvort ég gæti ekki komið í verklegan tíma!! Dásamlegt... ég hafði sem sagt kortér til að koma mér út úr húsi og niður í skólann þar sem beið mín sem sagt eitt stykki vörubíll!!! Og einmitt keyrði vörubílinn!!! Ójá... passið ykkur bara núna! Brynkan er komin á RISA-stóran bíl...

4. apríl-dinnerinn var mjög vel lukkaður á þessum stað í ljómandi fínum félagskap, m.a. elskunnar hennar Beggu og fleir ljómandi fínna vina!! Kvöldið hófst og endaði í gleði heima hjá mér... Tilvalinn staður fyrir fordrykk og svo eftirpartý...
Það verður samt að segjast að dagurinn á eftir var ansi erfiður... ekki þynnkulega séð.. ég hefði nú ekki fengið það reiknað sem mætingu þó ég hefði verið í húsinu og dýrkað guðinn Gustavsberg!!! Nei... það sem var erfitt var að vakna rétt fyrir kl. 9 til að sitja inni -vakandi- allan daginn... Elsku drengirnir á námskeiðinu voru ákaflega skilningsríkir, hlógu ekki neitt voðalega mikið að okkur Beggu sem vorum báðar gersamlega að leka niður af þreytunni einni saman... Jóhannes var náttúrlega eins og engill og lærði að sjálfsögðu allt fyrir okkur!!! Svo tókum við okkur til, héldumst í hendur og reyndum að osmósa þekkingunni úr kollinum á honum yfir í heilana okkar!! OK OK... þetta er kannski ekki hægt... en við reyndum þó!!
Það þarf kannski ekki að taka það fram að það var farið óhemju snemma að sofa það kvöldið!!
Sem er kannski eitthvað sem ætti að endurtaka í kvöld þar sem Litli Rauður þarf að mæta hjá viðgerðarköllum Heklu á morgun klukkan 8 árdegis!!

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com