« Home | Næst-síðasta lag fyrir verkfall!! » | Gleymdi... » | Miðlunartillaga ríkissáttasemjara -langt blogg!!! » | Bíddu nú við!!! » | Helgin og enn meira verkfall...arrrrrrrgg.... » | Hólí mólí!! » | Verkfallsblogg » | Nöldurblogg... » | Meira verkfall... » | Loksins.. » 

sunnudagur, nóvember 07, 2004 

Helgin og vikan framundan...

Helgin er búin að vera ljómandi fín. Hrönn systir kom heim frá Frans á fimmtudag þannig að ég fór í mat til pabba bæði á fimmtudag og föstudag! Hrönn hafði ákaflega takmarkaðan tíma þannig að dagskráin var fremur þétt... en innihélt sem sagt dinner með systkinunum og ömmunum á fimmtudag og svo öllum krökkunum (þ.e. bæði við systkini og krakkarnir hennar Gerðar) ásamt mökum. Þannig að nú er Jón Einar búinn að sjá alla í fjölskyldunni minni!! -Og þar sem hann er enn á lífi og líður, að ég held, bara ágætlega þá getur þetta nú ekki verið svo slæmt!

Nú, á laugardag fórum við í flísa-leiðangur! Við þræddum búð úr búð að skoða flísar til að setja á eldhús, bað og forstofu! Ég fer ekkert ofan af því að það er fullt starf að vera að ákveða hvað á að fara inn í eina íbúð... Eftir að vera búin að skoða eeeeeendalaust af misfallegum flísum fórum við bara heim, elduðum og lágum svo í heilaafslöppun fyrir framan sjónvarpið fram eftir kvöldi! Sem sagt alveg ljómandi dagur...
Framkvæmdagleðin í dag hefur svo verið í lágmarki þannig að við skulum ekkert vera að tala um hann!!

Vikan framundan hefst á því að ég ætla að mæta til vinnu á morgun, kát og hress, en ætla svo bara ekkert að mæta í vinnuna á þriðjudag! Ef miðlunartillaga sáttasemjara verður samþykkt verð ég hvort eð er svo agalega hissa að ég verð hvort eð er inni á spítala í fullu starfi við að fá taugaáfall og verð þ.a.l. ekki vinnufær!!
Þegar verkfall verður hafið að nýju er ég að hugsa um að ljúka við verk sem ég byrjaði á í fyrri hálfleik... taka uppúr andsk... kössunum sem eru inni í eldhúsi og heita allir "samtíningur úr eldhúsi"... eða "restar úr eldhúsi". Þetta eru allt kassar sem dreggjar síðustu flutninga hafa farið í og undirrituð hefur hreinlega ekki haft nennu til að taka uppúr! En ég er búin að komast að því eftir að hafa farið í gegnum alla kassana sem á stóð "samtíningur úr tölvuherbergi" að manni líður ákaflega vel þegar búið er að taka uppúr þessum kössum og henda því sem ekki á heima hjá manni lengur!

EN.... fyrst af öllu ætla ég að fara að sofa!

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com