« Home | Loksins.. » | Á verkfallsvaktinni.. » | Í verkfalli... í verkfalli... » | 3 dagar til stefnu! » | Hausttónleikar Harðar Torfasonar » | Þvottadagar á japönsku! » | Komin til byggða! » | Stund milli stríða... » | Hæ hó og korriró!! » | Breakfast in London, lunch in Paris and dinner in ... » 

mánudagur, október 11, 2004 

Meira verkfall...

Frábært.. nú á sem sagt ekki að talast við fyrr en á miðvikudaginn!!! Ljómandi... eða þannig sko!! Ég fer nú að verða uppiskroppa með verkefni hérna heima þannig að það fer að verða mjööööög aðkallandi að semja... svona til að undirrituð haldi geðheilsunni!!
Sem dæmi um hversu geðinu hefur hrakað undanfarið þá má nefna það að ástæðan fyrir tímasetningu þessa pistils er sú að ég er búin að sitja inni í stofu að SAUMA!!! Já.. trúið þið því góðir hálsar? Ég er svo gersamlega búin að tapa því hérna í verkfallinu að saumaskapurinn er kominn upp á borðið!! VÁ... þá er nú ástandið orðið alvarlegt!!

Annars er helgin búin að vera bara ljómandi góð. Við Jón Einar buðum Beggu í mat á föstudagskvöldið. Ég keypti inn í matinn en var svo upptekin fram eftir þannig að Jón Einar sá um eldamennskuna. Það þarf náttúrlega ekki að taka það fram að hann stóð sig með stakri prýði og vippaði þarna fram einu stykki frábærri máltíð. Eina sem ég sá um í þessari eldamennsku var sósan!! Hmmm... en hún var líka ljómandi góð sko!!
Á laugardaginn fórum við í fertugsafmæli til frænda míns. Jón Einar fékk stórfjölskylduna í andlitið í einum skammti þar!! Stóðst þá eldraun með prýði líka!! Ég fékk allavega fullt af ábendingum um að "halda í piltinn"!!! Þannig að ég ætla að stefna að því...
Nú, í framhaldi af fertugsafmælinu fórum við í innflutningsteiti til EMS og Davids. Það stopp varð nú kannski í styttri kantinum... En hei... maður kom þó smá!! Þau skötuhjú búa bara vel og eru búin að koma sér ljómandi huggulega fyrir. -Gaman að koma og ég þakka fyrir mig... já og okkur!! (Sorrí.. ég er bara enn að venjast þessu með fleirtöluna!!)

En... nú er kominn háttatími! Búið að ganga frá endunum á englinum sem ég var að sauma... og það tekur því ekki að byrja á nýjum þar sem klukkan er jú löngu orðin nótt!!

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com