« Home | Þegar ég vaknaði í dag var afmælisdagurinn hennar ... » | Samskipti mannanna eru skemmtilegt viðfangsefni! H... » | Nú er ég búin að finna eitt út! Það kemur ekkert n... » | Sko mig! Ég mundi hvernig átti að fara aftur hinga... » | Jahá... Svo að það er þannig sem þetta virkar! Nú ... » 

mánudagur, mars 10, 2003 

Jæja, ég er að spá í að lýsa því hér með yfir að ég er ofurpæja!!! Ég lagði af stað úr höfuðstaðnum í gærkvöldi eftir vægast sagt viðburðaríka langa helgi! Föstudagurinn var tekinn í það að bankastússast, nostra við pæjugenið og minna á sig hjá vinnuveitandanum fyrir sumarið... Eftir að þetta var allt í höfn var stefnan tekin niður á Kaffi Vín til að hitta "fellow leiðsögumenn" ásamt Beggu ofurvinkonu minni... Þar sátum við dágóða stund og skiptumst á gædasögum sem enginn nennir að hlusta á nema aðrir leiðsögumenn vegna þess að það er enginn sem skilur þær sem ekki er leiðsögumaður!! Nú svo var nú stefnan tekin heim vegna þess að á laugadaginn stóð til að vakna snemma og eyða deginum uppi í Bláfjöllum. Nú, ég er svo sem búin að gera þeim degi eins mikil skil og ég ætla í pistlinum hér á undan sem var skrifaður í fullkominni alsælu með laugardaginn enda langt síðan annar eins dagur hefur verið tekin á skíðum...
Eftir skíðaferðina var nú stefnan sett upp í Breiðholt þar sem ég var búin að mæla mér mót til að skoða íbúð! Og til að gera langa sögu stutta þá var skoðað á laugardagskvöldinu og um klukkan 12:30 á sunnudegi var undirrituð búin að bjóða í íbúðina, fá gagntilboð og samþykkja það!! Og allt á klukkutíma og 17 mínútum!!! Geri aðrir betur!! Svona hafa nú reyndar hlutirnir reyndar alltaf gerst í kringum mig... ekki hugsa of mikið - framkvæma bara!!!

Og þessi sunnudagur var svo sannarlega ekki búinn!! Um kvöldið þegar ég og Gráni "ofur-töffarajeppinn minn" vorum búin að keyra í hundleiðinlegu veðri á leið okkar norður heiðarnar, búin að fara inn í Akureyri til að fylla á tankinn til að komast nú örugglega alla leið í sveitina og vorum á leiðinni út á Ólafsfjörð þá skellur á þessi líka bylur! Og Gráni kallinn stóð sig eins og hetja í öllum sköflunum á leiðinni! Það kom 3 sinnum fyrir að ég þurfti að stoppa til að leyfa vinnukonunum að strjúka snjóinn af framrúðunni til að vera nú viss um að ég væri á réttri leið en ekki út í skurð eða eitthvað þaðan af verra!!! Við Gráni skelltum bara í lága drifið og létum eins og við hefðum aldrei gert annað en að keyra í snjó sem náði vel upp fyrir stigbretti á bílnum...eehheemmm....jeppanum!! Og þar með ákvað heimilisfólkið með öllum greiddum atkvæðum að það væri staðfest að húsmóðirin væri ofur-jeppa-pæja!

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com