« Home | Hvílíkur dagur!! » | Jæja... » | Ég sver það.. » | Evrópukortið mitt... » | Oooog aftur... » | Jess... » | Hrikalega er það svekkjandi... » | Nýr Weebl & Bob... » | Bíltúr á sunnudegi!! » | Eitthvað markvert? » 

laugardagur, febrúar 28, 2004 

Tær snilld...

Ég verð bara að segja það að þessir þættir eru tær snilld.
Ég er sem sagt búin að taka eitt glápmaraþonið með Hrönn systir í kvöld. Við horfðum á Shogun í ca 7 og 1/2 klst. -Og erum ekki búnar!!! Restin verður tekin á sunnudagsmorgun...
Mæli hiklaust með því að ef fólk kemst í það þá skuli það rifja þættina upp. Richard Chamberlain er ægifagur og alveg sérdeilis áhugavert að fylgjast með vestrænum manni reyna að passa inn í japanskt samfélag um árið 1600 þar sem mannslíf eru einskis metin, líkamar fólks og kynlíf eru ekki feimnismál og ekkert er æðra en heiðurinn... Áhugavert svo ekki sé meira sagt!
Það er líka skemmtilegt að sjá hvað maður man merkilega mikið úr þáttunum!! Svona miðað við að þeir voru jú á dagskrá RÚV um árið 1985...

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com