« Home | Eitthvað markvert? » | Maður snýr ekki á örlögin!!! » | Merkilegt... » | Nýtt ár... » | Ja hérna hér!!! » | Rúnturinn.. » | Ég er... » | Þetta er mitt kort!!! » | Afmælisteitinu... » | Ég ætla að hvetja alla til að skoða það sem er á þ... » 

þriðjudagur, febrúar 10, 2004 

Bíltúr á sunnudegi!!

Laugardagsbíltúrinn var sem sagt færður yfir á sunnudag sökum þess að frændurnir voru að handboltahetjast á laugardeginum.
Ferðalagið hófst sem sagt á því að smala liðinu saman í bílinn og keyra Krísuvíkurleiðina upp í Bláfjöll. Þetta vakti almenna lukku hjá farþegunum sem -eins og áður hefur komið fram- eru í yngri kantinum og finnst frænkan keyra um á e-u svakalegasta tryllitæki síðari tíma!!!
Nú eftir að vera búin að keyra alla leið upp í bláfjöll þá stoppuðum við, klæddum okkur aðeins betur og renndum okkur smá stund á snjóþotum og sleðum. Þegar það var búið skelltum við okkur í bæinn og keyptum ís áður en fyrri "jeppatúr" um Heiðmörknaa var endurtekinn!! Í Heiðmörkinni var svo aftur gert stopp við Maríuhellana og þeir skoðaðir...ööö...eða kannski ekki skoðaðir beint... Þetta varð meiri keppni um það hver gæti brotið flest grýlukerti á sem stystum tíma!!! Það sem skiptir samt mestu máli er að farþegahópurinn var mjög hamingjusamur með daginn... Eða eins og Hlynur sagði:
"Þetta er besti dagur lífs míns."

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com