« Home | Úr einu í annað! » | Nå er det lenge siden!!! » | Sko til... » | Dömudagur... » | Skorað á eigandann... » | Hagyrðingar » | Bissí bissí...bissí bí... » | Blásið til atlögu... » | Enn og aftur... » | Þá er það staðfest!!! » 

föstudagur, apríl 30, 2004 

Þrýstingur...

Það munar ekki um það!!!
Maður stendur barasta í ströngu við að halda saumaklúbb...sökum þrýstings hér á bloggsíðunni!!! Og svo þegar það er búið.. nú þá tekur bara við nýr þrýstingur...bloggþrýstingur!!
Nú, það er náttúrlega bara eitt að gera við því...að blogga... því ekki vill maður að bloggleti mín valdi of háum BLÓÐÞRÝSTINGI hjá vinkonum mínum!! Það er nú alls ekki það sem maður vill!!

Annars er það helst að frétta af okkur fjallabúum að hér er líka farið að vora... Trén eru farin að bruma og grasið tekið upp á því að grænka. Það þýðir bara eitt... að sumarið er bara hinu megin við hornið... Þetta og sú staðreynd að það eru einungis eftir um tvær og hálf kennsluvika gera það að verkum að mig er farið að klæja í fingurna... eða kannski frekar fæturna..að komast á fjöll!!
Reyndar fer ég nú fyrst til Ítalíu ásamt einvala liði.. Ég hlakka óskaplega til... Og það verður að segjast að saumóinn um daginn gerði nú ekkert annað en að ýta undir þá tilhlökkun!!
Hrikalega verður gaman hjá okkur!!!

Nú aðrar fréttir eru þær að Litli Rauður er kominn heim aftur með ca 100 þúsund króna viðgerð í húddinu!! Allt í boði Heklu!!
Litli Rauður var nefnilega hættur að starta nema svona þegar hann vildi sjálfur!! -Versti hluti þessara geðþóttaákvarðana hans var sá að ég komst að því að hann var ekki meiri morgunhani en eigandinn... sem aftur leiddi til þess að ég var hér eins og þeytispjald á morgnana með startkapla á lofti betlandi start af hinum og þessum... sem voru allir -að sjálfsögðu- á hraðferð í vinnuna!!!
Þetta vakti ákaflega litla gleði hjá heimilisfólkinu þannig að ég argaþrasaðist og setti Íslandsmet í leiðindum og tuði inni á Bílaþingi Heklu þar til þeir tóku við honum aftur... Og svo bætti ég um betur og sagðist illa fúl yfir því að kaupa bíl af bílaumboði...sem ég þyrfti svo að fara að láta skipta um tímareim í... sér í lagi þegar bíllinn væri orðinn það gamall...og keyrður það mikið að þeir vissu að þessi viðgerð væri yfirvofandi fyrr en seinna...
Þannig að... Hekla bauð uppá skipti á tímareiminni líka!! -Og ég hætti að vera ósáttur viðskiptavinur og ákvað að verða sáttur viðskiptavinur!!!

Jæja... ég ætla að skella mér á sófann... borða nammið sem ég gleymdi að setja á borðið fyrir ykkur stelpurnar á miðvikudaginn...og horfa á e-ð í sjónvarpinu!!

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com