Breakfast in London, lunch in Paris and dinner in Rome!!
Eða svona næstum því!
Þá er bara komið að því. Skólinn er búinn, aðeins eftir að afhenta einkunnir á mánudag og ganga frá blessaðri stofunni fyrir sumarið... sem er einnig verkefni mánudagsins. Á þriðjudag held ég svo út í hinn stóra heim í langþráð sumarfrí.
Ég er búin að pakka flestu. Á eiginlega bara eftir að pakka því sem hangir á snúrunni og snyrtitöskunni. Reyndar hef ég nú þegar komið fyrir hluta þess sem hlýtur að teljast til innahalds hennar; sólarvörn, after sun og aloe vera kreminu þar sem ég veit að ég mun brenna til ösku fyrstu dagana! Samt er aldrei að vita nema maður læri ögn af reynslu fyrri ára og brenni bara lítið í þessari ferð!!
Ferðaáætlunin er sem sagt þessi:
8. júní mun ég halda ásamt vösku liði kennara Garðaskóla til Hollands þar sem við munum kynna okkur hollenskt skólakerfi.
11. júní er för minni heitið til London þar sem meiningin er að staldra við eina kvöldstund, hitta Keith -sem er einn af þeim farþegum sem ég hef haldið sambandi við- yfir kvöldmat.
12. júní mun ég svo hitta hersinguna sem kemur með Iceland express á Stanstead flugvelli og vera samferða þeim til Treviso á Ítalíu, bæði flugleiðis sem og akandi. Þessa ljómandi félagskapar mun ég njóta í heila viku við leik og störf.. þó verður meira um leik en störf!! Meiningin er að kanna norður hluta Ítalíu lítillega en þó gæta þess að láta meginþemað sem er afslöppun og skemmtan, verði ekki undir!!
19. júní munum við halda til baka frá Ítalíu, vinirnir koma aftur til síns heima en undirrituð mun halda á vit nýrra ævintýra á nýrri grund! Meiningin er sem sagt að fljúga frá Treviso flugvelli til Frankfurt og keyra þaðan til Strasbourgar í Frakklandi og njóta félagskapar Hrannar systur þar í eina viku, sitja á kaffihúsum og njóta alls þess sem borgin býður uppá.
26. júní er svo meiningin að keyra aftur til Frankfurt og halda heim á leið.
Það er þó ekki langt stoppið í Reykjavíkinni því að þann 29. júní hefst leiðsagnarlota þessa sumars þannig að það er ansi hætt við að þetta verði síðasta færslan þar til í haust.
Gleðilegt sumar!! Skjáumst í haust!
Þá er bara komið að því. Skólinn er búinn, aðeins eftir að afhenta einkunnir á mánudag og ganga frá blessaðri stofunni fyrir sumarið... sem er einnig verkefni mánudagsins. Á þriðjudag held ég svo út í hinn stóra heim í langþráð sumarfrí.
Ég er búin að pakka flestu. Á eiginlega bara eftir að pakka því sem hangir á snúrunni og snyrtitöskunni. Reyndar hef ég nú þegar komið fyrir hluta þess sem hlýtur að teljast til innahalds hennar; sólarvörn, after sun og aloe vera kreminu þar sem ég veit að ég mun brenna til ösku fyrstu dagana! Samt er aldrei að vita nema maður læri ögn af reynslu fyrri ára og brenni bara lítið í þessari ferð!!
Ferðaáætlunin er sem sagt þessi:
8. júní mun ég halda ásamt vösku liði kennara Garðaskóla til Hollands þar sem við munum kynna okkur hollenskt skólakerfi.
11. júní er för minni heitið til London þar sem meiningin er að staldra við eina kvöldstund, hitta Keith -sem er einn af þeim farþegum sem ég hef haldið sambandi við- yfir kvöldmat.
12. júní mun ég svo hitta hersinguna sem kemur með Iceland express á Stanstead flugvelli og vera samferða þeim til Treviso á Ítalíu, bæði flugleiðis sem og akandi. Þessa ljómandi félagskapar mun ég njóta í heila viku við leik og störf.. þó verður meira um leik en störf!! Meiningin er að kanna norður hluta Ítalíu lítillega en þó gæta þess að láta meginþemað sem er afslöppun og skemmtan, verði ekki undir!!
19. júní munum við halda til baka frá Ítalíu, vinirnir koma aftur til síns heima en undirrituð mun halda á vit nýrra ævintýra á nýrri grund! Meiningin er sem sagt að fljúga frá Treviso flugvelli til Frankfurt og keyra þaðan til Strasbourgar í Frakklandi og njóta félagskapar Hrannar systur þar í eina viku, sitja á kaffihúsum og njóta alls þess sem borgin býður uppá.
26. júní er svo meiningin að keyra aftur til Frankfurt og halda heim á leið.
Það er þó ekki langt stoppið í Reykjavíkinni því að þann 29. júní hefst leiðsagnarlota þessa sumars þannig að það er ansi hætt við að þetta verði síðasta færslan þar til í haust.
Gleðilegt sumar!! Skjáumst í haust!