« Home | Hausttónleikar Harðar Torfasonar » | Þvottadagar á japönsku! » | Komin til byggða! » | Stund milli stríða... » | Hæ hó og korriró!! » | Breakfast in London, lunch in Paris and dinner in ... » | Mister Truckdriver.... » | Kaffihús og huggulegheit » | Bissí tímar... » | Þrýstingur... » 

fimmtudagur, september 16, 2004 

3 dagar til stefnu!

Hólí mólí maður...
Haldiði ekki að maður sé barasta á leiðinni í verkfall!! Ég kann það ekkert... Ætli maður fari í verkfallsvörslu? Á ég þá að mæta með kylfuna og reyna að koma í veg fyrir að kennarar mæti til vinnu í einkaskólum? Eða á ég að tölta niður Laugarveginn með kröfuspjöld!! 'Meiri laun fyrir minni vinnu!!' Eða á ég kannski bara að gera ekki neitt og bíða eftir því að samninganefndin ljúki sínum störfum og ég fái e-a 4 þúsund króna launahækkun fyrir enn meiri vinnu?
Ég bíð spennt eftir því hvað aðrir kennarar í skólanum ætla að gera... ég er að spá í að gera eins og þeir!!

Nú, víkjum að öðru... sem er meira að segja mun skemmtilegra umræðuefni! Kærastinn minn hann Jón Einar! Ég var að tala við Ellu Maju í kvöld og komst að því að stúlkan hafði ekki hugmynd um að undirrituð væri gengin út!!! Ja hérna hér... Nú, það tilkynnist hér með að ég á kærasta sem heitir Jón Einar og hann er alveg hreint dásamlegur maður...!

Og enn að öðru. Begga er búin að sitja hér í kvöld og borða með okkur. Hér var elduð dýrindis veislumáltíð á mexíkóska vísu... og það var einmitt umræddur kærasti sem eldaði! Ljómandi skemmtileg kvöldstund í frábærum félagskap.

En, nú er kominn háttatími fyrir mig því að það er jú síðasti kennsludagur fyrir boðað verkfall á morgun...

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com