Kínablogg
Núna sit ég í skólanum og er nýbúin að panta og borða kínverskan mat ásamt nemendum mínum! Þetta er liður í umfjöllun okkar um Kína og austurlenska menningu. Þetta er einn af þeim dögum þegar gaman er í skólanum vegna þess að krakkarnir eru svo spennt og finnst þetta svo gaman!
Svo þegar maturinn er kominn á borðin er að sjálfsögðu skóflað í sig og þau eru búin með hann á ca 15 mínútum!! En þá fær maður að sjá aðra hlið á krökkunum. Þá sitja þau og spjalla. Þá upplifir maður unglingsárin alveg aftur! Þau gleyma því að það sé kennari inni í stofunni sem er bara að dunda við það að taka saman ílátin og samræðurnar fara að snúast um það sem er unglingum hugleikið! Hina krakkana í skólanum, orðspor þessa og hins og fleira sem skiptir mestu máli þegar maður er að verða 15 ára!
Þetta eru skemmtilegir tímar!!
Svo þegar maturinn er kominn á borðin er að sjálfsögðu skóflað í sig og þau eru búin með hann á ca 15 mínútum!! En þá fær maður að sjá aðra hlið á krökkunum. Þá sitja þau og spjalla. Þá upplifir maður unglingsárin alveg aftur! Þau gleyma því að það sé kennari inni í stofunni sem er bara að dunda við það að taka saman ílátin og samræðurnar fara að snúast um það sem er unglingum hugleikið! Hina krakkana í skólanum, orðspor þessa og hins og fleira sem skiptir mestu máli þegar maður er að verða 15 ára!
Þetta eru skemmtilegir tímar!!