« Home | Prófyfirferð » | Síðasta helgi... » | Kínablogg » | Janúartímabilið!!! » | Ja hérna hér! » | Jólablogg » | Jólin jólin... » | Leiðindablogg!! » | Kjarasamningar » | Fullveldisdagurinn » 

miðvikudagur, febrúar 09, 2005 

Ísland í dag... í gær!

Ég bara verð að tjá mig hér aðeins meira...

Sáuð þið sjónvarpsþáttinn "Ísland í dag" -í gærkvöldi?
Þar var verið að fjalla um MND sjúkdóminn. Það komu þar fram 2 einstaklingar sem báðir eru með MND. Annars vegar kona, Magnea, sem er orðin mjög illa haldin af sjúkdómnum, búin að missa málið og allan mátt í líkamanum. Maðurinn hennar var þarna líka og svo annar maður sem heitir Guðjón og er mikill framámaður í MND félaginu. Hann er búinn að hleypa miklum krafti í það góða starf sem þar er unnið. Hefur m.a. komið því til leiðar að taugadeildinni voru gefin sjónvörp inn á allar sjúkrastofur svo maður nefni nú eitthvert dæmi.
Það var mjög áhrifamikið að fá að sjá þau þarna í sjónvarpinu. Ég get bara sagt fyrir mig sem manneskju sem þekki þennan sjúkdóm þónokkuð vel að þau gáfu þjóðinni mjög góða innsýn inn í líf MND-fjölskyldna. Það hafa fáir gert það á eins hógværan en samt ósérhlífinn hátt.
Ég vil endilega hvetja ykkur til að kíkja bæði á síðuna hennar Magneu sem er á þessari slóð sem og síðuna hans Guðjóns sem er hér.
Ég vildi bara óska þeim til hamingju með frammistöðuna og þakka þeim kærlega fyrir að koma fram fyrir alþjóð.

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com