« Home | Kínablogg » | Janúartímabilið!!! » | Ja hérna hér! » | Jólablogg » | Jólin jólin... » | Leiðindablogg!! » | Kjarasamningar » | Fullveldisdagurinn » | Prófdagur » | Bananalýðveldið ÍSLAND » 

fimmtudagur, janúar 27, 2005 

Síðasta helgi...

Ég fór í bíltúr um síðustu helgi! Það er svo sem ekkert úr karakter þó svo að ég segi sjálf frá. Að þessu sinni varð bíltúrinn aðeins lengri en venjulega vegna þess að ég var búin að bíta það í mig að mig langaði til að sjá alla fossana sem ég er alltaf að skoða að sumarlagi, í vetrarbúningi! Þannig að förinni var heitið austur á bóginn til að berja þá félaga Seljalandsfoss, Skógafoss og jafnvel Svartafoss augum.
Nú, ég lagði eldsnemma af stað, eða um 8:30. Þeir sem þekkja mig vita að það er ákaflega snemmt í mínu lífi.. þó sér í lagi ef haft er í huga að þetta var jú á laugardegi!
Því er skemmst frá að segja að þetta var alveg frábær dagur. Glaða sólskin og hvítur snjór yfir öllu. Tóm hamingja! Ég tók reiðinnar býsn af myndum á stafrænu myndavélina mína sem var minn eini ferðafélagi ásamt hinum stórgóða Johnny Cash sem söng fyrir mig þegar rás 2 var hreinlega of leiðinleg til að nokkur maður nennti að hlusta á það sem fram fór þar! (Eins og kynning á japönsku poppi!!!)

Ég má til með að sýna ykkur smá sýnishorn af því sem bar fyrir augun á þessu ferðalagi mínu.




Seljalandsfoss... Ég ákvað að vera ekkert að storka örlögunum með því að vera að klöngrast á bak við hann!



Listaverk á la Vetur konungur!



Skógafoss... Dálítið vatnsminni en á sumrin!




Skaftafellsjökull... Þarna fær maður að sjá hvernig jöklarnir líta út í alvöru! Ekki svona hálfbráðnir og grútskítugir eins og á sumrin!



Svartifoss... Hér mátti mín klöngrast til að komast niður að fossinum... -Og hefur fengið lítið nema skammir í hattinn fyrir!



Grýlukerti við Svartafoss!



Sólin var að setjast þegar ég snéri við frá Skaftafelli og keyrði sem leið lá til höfuðborgarinnar eftir gríðarlega góðan dag í faðmi náttúrunnar.

Það er fallegt á Íslandi...

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com