« Home | Hún á afmæli í dag... » | Ný stefna!!! » | Fyrsta helgin í júlí! » | HVER... » | Vorblogg » | Hólí mólí!!!!!!!!! » | Gleðilegt sumar » | Singalong singalong!! » | Happí jappí póstur! » | Raunir óléttu konunnar!! » 

þriðjudagur, júlí 19, 2005 

Vúhúúúú!!

Haldiði ekki að það sé byrjað að leggja parket í nýju íbúðinni!! Það eru því allar líkur farnar að beinast að því að við getum flutt inn svona í þann mund er erfinginn mætir á svæðið!

Þrátt fyrir að við séum ekki búin að fá formlega afhenta íbúðina þá höfum við fengið leyfi og blessun verktakans að ráðast í "gólfefnisframkvæmdir"! Þannig að nú er sem sagt búið að flota eldhúsgólfið og gera það -sem og forstofugólfið- tilbúið undir flísalögn auk þess sem búið er að parketleggja eitt herbergið og aðeins inn í stofuna. Dagurinn í dag verður svo notaður til að ljúka við að parketleggja ganginn og stofuna.
Yndislegt... dásamlegt!!!

Þið getið rétt ímyndað ykkur að undirrituð var orðin dálítið trekkt á taugum yfir því hvað verkið sóttist seint svona þessar síðustu vikur!

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com