« Home | Lífið á völlunum!! » | Raunir óléttu konunnar! » | Vúhúúúú!! » | Hún á afmæli í dag... » | Ný stefna!!! » | Fyrsta helgin í júlí! » | HVER... » | Vorblogg » | Hólí mólí!!!!!!!!! » | Gleðilegt sumar » 

miðvikudagur, september 21, 2005 

Klukkið!

Jahá... Ég var sem sagt klukkuð og hef ákveðið að -aldrei þessu vant- að taka þátt í þessu! Annars er ég -eins og þeir vita sem þekkja mig vel- ekki vön að taka þátt í neinu sem er í svona keðjubréfastíl!

1. Ég spila oft Trivial Pursuit á milli jóla og nýjárs en nær aldrei annan tíma ársins.

2. Ég hef flutt mjög oft á undanförnum árum og hef alltaf geymt karatebúninginn minn inni í skáp... maður veit nú aldrei hvenær tækifæri gefst á því að fara í hann!

3. Ég er haldin óskiljanlegri söfnunaráráttu á plastboxum!

4. Ég var ákveðin í því að verða drottning þegar ég yrði stór og ætlaði að búa í Landsspítalahúsinu því að mér fannst svo flott mynd framan á því!

5. Ég hélt því fram í mörg ár að ég væri norsk en ekki íslensk því ég er fædd í Noregi!

Jæja, ég held að þetta sé bara ágætt. Mér tókst meira að segja að gera þetta án þess að tala um það sem ég er hvað mest upptekin af þessa dagana sem er að sjálfsögðu litla Camilla.
Þar sem flestir bloggarar sem ég þekki hafa nú þegar verið klukkaðir þá ætla ég bara að klukka hana Hallveigu.

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com