« Home | Hinir horfnu snúa aftur » | Klukkið! » | Lífið á völlunum!! » | Raunir óléttu konunnar! » | Vúhúúúú!! » | Hún á afmæli í dag... » | Ný stefna!!! » | Fyrsta helgin í júlí! » | HVER... » | Vorblogg » 

miðvikudagur, nóvember 30, 2005 

Jólahlaðborð og fleira skemmtilegt

Ooohh... yndislegt!
Ég ætla að byrja á því að þakka öllum skemmtilegu samstarfsaðilunum mínum í 4AG fyrir ljómandi skemmtilegt kvöld á Rauða húsinu á Eyrarbakka. Maturinn var ljómandi góður, fín þjónusta og ekki síst... við svona ferlega ung!!
Ójá, við vorum alveg klárlega yngst... nei, laaaaaaang yngst þarna! Mikið var það góð tilfinning að vera svona ung! Talandi um að vera ungur, það var ekki síður skemmtilegt að sjá nýjustu og minnstu krílin í vinahópnum! Mér finnst Hildur Ísey vægast sagt pínupínupínulítil svona þegar maður ber hana saman við Atla sem er orðinn þriggja mánaða og var tæpar 17 merkur og því ekkert smápeð þegar hann kom í heiminn og ekki síður við Camilluna mína sem var akkúrat 19 merkur við fæðingu! (Hún var sem sagt 1,5 kg. þyngri en Hildur Ísey við fæðingu!!!) Virkilega gaman að sjá þau... já og foreldrana!!
Nú, fréttir... héðan er sem sagt allt ljómandi gott að frétta! Við erum eiginlega búin með ungbarnasundið og þykir Camilla ennþá duglegust! Hún hefur ekki ennþá farið að gráta á meðan hún er í lauginni. -En hún hefur líka grátið barna hæst á meðan við höfum verið að klæða hana! Þannig að hún á met í báðar áttir! Ohh... hún er svo dugleg!
Skólinn gengur bara ágætlega, að ég held sko!! Það er dálítið erfitt að segja þegar maður hefur bara fengið tvö verkefni af fimm til baka sko! En ég og hópurinn sem ég var í í einu faginu vorum allavega beðnar um að kynna verkefnið okkar þannig að það hlýtur að vita á gott! Nú þarf maður bara að mastera prófin!! Það verður vonandi ekki mikið mál þar sem eitt þeirra er heimapróf... spáið í það, maður fær sent próf í tölvupóstinum kl. 9 á laugardagsmorgun og á að skila því á mánudegi fyrir kl. 15:30 (12-15 blaðsíðum takk fyrir). Þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það verður skemmtilegt að vera í kringum mig þá helgina!!
Nú, næsta próf er í aðferðafræði... það er bara venjulegt þriggja tíma próf sem við þurfum bara að vera dugleg að læra fyrir á meðan síðasta prófið er þannig að við erum búin að fá 8 spurningar, 4 koma á prófinu og við eigum að svara 3 þeirra. Þannig að ég er ekkert voðalega kvíðin! Ekki þannig sko!!
Hmmm...meira... jú, við skötuhjú ætlum að halda jólin hérna heima hjá okkur. Það verður í fyrsta sinn sem ég held mín eigin jól og bara í annað sinn sem ég held ekki jól heima hjá foreldrum/foreldri mínu! Stórt skref það maður!!! Við ætlum að elda og alles og fá mömmu JE og bróður hans hingað til okkar. Þetta verður dálítið öðruvísi en ég hlakka samt bara mikið til.
Jæja, ég ætla að láta þetta nægja núna, já og fram yfir próf bara... Ætla bara að fara að koma mér í koju.

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com