Menningarnótt
Mikið er gaman í Reykjavík á Menningarnótt.
Við upplifðum reyndar bara Menningar"nótt" þar sem við fórum af stað um hádegið og vorum komin heim um klukkan sjö um kvöldið.
Við náðum nú samt að gera helling! Sáum Gunna og Felix í Landsbankanum, náðum okkur í blöðrur hjá Kaupþingi og hlustuðum aðeins á South River Band -sem er alveg brilljant hljómsveit. Síðan sáum við líka Harley Davidson félaga keyra gesti og gangandi. Fórum á lífrænan markað á Skólavörðustíg og kíktum aðeins inn í Hallgrímskirkju. Camillu fannst það nú samt við hæfi að kalla hana kastala! Hún var alsæl með að fara inn í kastalann og fannst hann voða fínn! Svo fínn að þegar við vorum að fara út kallaði hún "Bess bess kastalinn minn"!!!!
Nú svo löbbuðum við bara um og skoðuðum mannlífið. Þetta var því bara hin besta Menningar"nótt" af okkar hálfu!
Við upplifðum reyndar bara Menningar"nótt" þar sem við fórum af stað um hádegið og vorum komin heim um klukkan sjö um kvöldið.
Við náðum nú samt að gera helling! Sáum Gunna og Felix í Landsbankanum, náðum okkur í blöðrur hjá Kaupþingi og hlustuðum aðeins á South River Band -sem er alveg brilljant hljómsveit. Síðan sáum við líka Harley Davidson félaga keyra gesti og gangandi. Fórum á lífrænan markað á Skólavörðustíg og kíktum aðeins inn í Hallgrímskirkju. Camillu fannst það nú samt við hæfi að kalla hana kastala! Hún var alsæl með að fara inn í kastalann og fannst hann voða fínn! Svo fínn að þegar við vorum að fara út kallaði hún "Bess bess kastalinn minn"!!!!
Nú svo löbbuðum við bara um og skoðuðum mannlífið. Þetta var því bara hin besta Menningar"nótt" af okkar hálfu!