« Home | Menningarnótt » | Leikskólablogg » | Sumarblogg » | Bloggleti á fleiri stöðum! » | Gleðilegt sumar... » | Erfinginn... » | Monday Monday!!! » | Sunnudagur ... » | Laugardagur... » | Föstudagur... » 

fimmtudagur, ágúst 30, 2007 

Merkilegt!

Það er alveg merkilegt hvað atburðir eiga það til að raða sér á sömu tímapunktana! Við höfum svona heilt yfir ekki mikið að gera um helgar og eigum yfirleitt bara nokkuð gott með að komast af bæ. Þó er það nú þannig að þegar við skipuleggjum eitthvað þá yfirleitt hrannast upp viðburðir sem okkur langar til að taka þátt í!
Tökum dæmi:
Við vorum búin að skipuleggja eina -já EINA- helgi í sumar. Þá stóð til að fara á ættarmót. Síðan vildi þannig til að við vorum líka boðin í skírn, vinahópurinn okkar var að fara í útilegu með öllum börnunum og það var líka fjölskylduútilega hjá Oddfellowstúkunni hans Jóns Einars! Merkilegt... Já... og var ég búin að nefna það að við vorum laus ALLAR aðrar helgar í sumar!!!
Nú er svipuð staða komin upp! Við erum á leiðinni í brúðkaup að kvöldi fyrsta september. Það kvöld er líka hittingur hjá MBA hópnum hans Jóns Einars og síðan er líka Ljósanótt í Reykjanesbæ. Ekki nóg með það heldur bauð ég nú líka góðu fólki í mat en afturkallaði það nú! Þannig að ekki er nú nóg með að allt raðist á þennan eina dag heldur byrjar ekkert af þessu fyrr en klukkan 18:00!!!

En að öðru...
Allir vita að börn verða oft veik þegar þau byrja á leikskóla. Það tók Camilluna mína tvo daga að næla sér í kvef sem hefur núna þróast út í hósta og hita þannig að hún verður bara heima í dag! Þannig að í heildina er þetta vika sem hún er búin að vera á leikskólanum! Það er sem sagt í fyrsta skipti sem hún verður veik með hita og alles! Fyrir hefur hún bara fengið kvef þrisvar sinnum en eins og allir vita þá flokkast kvef ekki sem veikindi hér á Fróni! Það þarf náttúrlega ekki að taka það fram að það er voða voða gaman á leikskólanum! Hún bara vinkar mér "beþþ beþþ" þegar ég er að fara á morgnana! Síðan er hún reyndar mjög kát að sjá mömmu sína þegar ég kem að ná í hana í eftirmiðdaginn.

Annars er það að frétta af okkur familíunni að við erum bara að setja okkur í gírinn fyrir veturinn. Jón Einar fer að byrja í skólanum og ég er aðeins farin að daðra utan í lokaritgerðina mína í mannauðsstjórnuninni. Það verkefni mætti reyndar ganga svona þúsund sinnum hraðar!!!

Læt þetta nægja í bili.

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com