« Home | Þvottadagar á japönsku! » | Komin til byggða! » | Stund milli stríða... » | Hæ hó og korriró!! » | Breakfast in London, lunch in Paris and dinner in ... » | Mister Truckdriver.... » | Kaffihús og huggulegheit » | Bissí tímar... » | Þrýstingur... » | Úr einu í annað! » 

þriðjudagur, september 14, 2004 

Hausttónleikar Harðar Torfasonar

Ljómandi.. ljómandi.. ljómandi... Það er bara ekki hægt að lýsa því hvað hausttónleikarnir voru góðir þetta árið! Við Jón Einar buðum Beggu með okkur á þá... kominn tími til að hún uppgötvi Hörð Torfa! Þema tónleikanna voru Ælendingar!! Það eru yndislegar persónur eins og Karl R Emba og eiginkona hans Kven R Emba, Kalli kroppur og Somtæmer svo einhverjir séu nefndir til leiks! Yndislegt fólk að eigin mati! Þarna kynnti Hörður okkur m.a. fyrir stjórnarskrá Ælendinga sem er vægast sagt áhugaverð! Hún er eiginlega það áhugaverð að ég má til með að birta hana hér í heild sinni!

1. Allir eru asnar nema Ælendingar.
2. Allt er öðrum að kenna.
3. Enginn er klókari, betri eða vitrari en Ælendingur.
4. Ælendingur má gera og segja það sem honum sýnist þegar honum sýnist eins og honum sýnist.
5. Hver sá er gerir eitthvað annað en það sem Ælendingar vilja, eða gerir hlutina öðruvísi en Ælendingar kjósa, hefur gert sig seka(n) um refsiverða háttsemi og gildir þá einu hvort viðkomandi hafði hugmynd um vilja Ælendinga eður ei.
6. Þeim sem gengur vel og líður vel hlýtur að hafa stolið einhverju frá Ælendingi og skal refsað í samræmi við það.
7. Hver sá sem er stærri og meiri en Ælendingur á einhvern hátt skal umsvifa- og undantekningalaust smækkaður með öllum ráðum.
8. Öllum sem á einhvern hátt eru frábrugðnir Ælendingum í útliti og/eða hugsunarhætti skal vísað úr landi án tafar.
9. Ælendingur ákveður hvað er satt .
10. Þegar Ælendingur segir að hann sé ósýnilegur þá er hann það.
11. Ælendingur ræður alltaf, sama hvað hver segir og hversu margir kunna að segja það, enda kemur það málinu ekkert við.
12. Ælendingur er eyja og hefur þar af leiðandi ekki áhuga á öðrum en sjálfum sér.
13. Ælendingar fara alltaf stystu leiðina.
14. Ælendingur getur aldrei haft það svo gott að hann megi ekki kvarta.
15. Þeir sem ekki eru sáttir við stjórnarskrá Ælands eru ekki Ælendingar og ber því að fara eftir þessari löggjöf og virða hana í einu og öllu. Ælendingum er hins vegar frjálst að túlka hana eftir eigin höfði.
16. Nei, það eru engar mótsagnir í 15. grein. Asni.

Það hlýtur að vera yndislegt líf að vera Ælendingur!!

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com