« Home | 3 dagar til stefnu! » | Hausttónleikar Harðar Torfasonar » | Þvottadagar á japönsku! » | Komin til byggða! » | Stund milli stríða... » | Hæ hó og korriró!! » | Breakfast in London, lunch in Paris and dinner in ... » | Mister Truckdriver.... » | Kaffihús og huggulegheit » | Bissí tímar... » 

mánudagur, september 27, 2004 

Í verkfalli... í verkfalli...

Jæja! Verkfallsvaktin er byrjuð og það verður að segjast að hún fór nú aðeins öðruvísi af stað en til var ætlast!!
Málið er sem sagt að fyrstu viku verkfallsins eyddi ég í London með Jóni Einari. Þar lékum við túrista af alræmdustu sort... London er rosalega stór og mikið hægt að gera!! Þannig að við vöknuðum snemma á morgnana til að fara að skoða hitt og þetta... vorum í því fram til ca. fjögur á daginn.. en þá fórum við og versluðum dálítið. Þegar við vorum búin að skila af okkur á hótelið þá fórum við út að borða og höfðum það ákaflega huggulegt.
Sem sagt vel heppnuð ferð til London í verkfallinu!!

En.. eins og allt annað þá tók nú ferðin enda og við komum sem sagt heim í gær. Þannig að nú tekur annað verkefni við!! Hrönn systir er nefnilega búin að selja íbúðina sína þannig að nú mun undirrituð -ásamt öðrum að sjálfsögðu- bretta upp ermar og pakka svona eins og einni búslóð.
Þannig að... kannski maður láti þetta nægja í bili og komi sér út úr húsi!!

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com