« Home | Janúartímabilið!!! » | Ja hérna hér! » | Jólablogg » | Jólin jólin... » | Leiðindablogg!! » | Kjarasamningar » | Fullveldisdagurinn » | Prófdagur » | Bananalýðveldið ÍSLAND » | Helgin og vikan framundan... » 

þriðjudagur, janúar 25, 2005 

Kínablogg

Núna sit ég í skólanum og er nýbúin að panta og borða kínverskan mat ásamt nemendum mínum! Þetta er liður í umfjöllun okkar um Kína og austurlenska menningu. Þetta er einn af þeim dögum þegar gaman er í skólanum vegna þess að krakkarnir eru svo spennt og finnst þetta svo gaman!
Svo þegar maturinn er kominn á borðin er að sjálfsögðu skóflað í sig og þau eru búin með hann á ca 15 mínútum!! En þá fær maður að sjá aðra hlið á krökkunum. Þá sitja þau og spjalla. Þá upplifir maður unglingsárin alveg aftur! Þau gleyma því að það sé kennari inni í stofunni sem er bara að dunda við það að taka saman ílátin og samræðurnar fara að snúast um það sem er unglingum hugleikið! Hina krakkana í skólanum, orðspor þessa og hins og fleira sem skiptir mestu máli þegar maður er að verða 15 ára!
Þetta eru skemmtilegir tímar!!

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com