« Home | Ó hvað ég er aktívur bloggari!! Þetta er einmitt á... » | Jæja, ég er að spá í að lýsa því hér með yfir að é... » | Þegar ég vaknaði í dag var afmælisdagurinn hennar ... » | Samskipti mannanna eru skemmtilegt viðfangsefni! H... » | Nú er ég búin að finna eitt út! Það kemur ekkert n... » | Sko mig! Ég mundi hvernig átti að fara aftur hinga... » | Jahá... Svo að það er þannig sem þetta virkar! Nú ... » 

laugardagur, mars 22, 2003 

Jæja... Þá er ég loksins orðin innvígður Ólafsfirðingur!!! Ég búin að fara á mitt fyrsta snjókrossmót! Eins og allir vita eru Ólafsfirðingar ekki bara mikið skíðafólk heldur er áhuginn á snjósleðum geigvænlegur hérna í bænum!!! Enda er það þannig að ef fólk á ekki 2-3 pör af skíðum af einhverri sort, þá er næsta víst að það séu til 1-2 snjósleðar á heimilinu!! Það eru 1000 íbúar á Ólafsfirði og í bænum eru samtals um 150 snjósleðar... Það gerir 1 snjósleða á hverja 6 íbúa! Það má líka setja dæmið þannig upp að um 15% bæjarbúa eiga snjósleða. Og þetta er miðað við alla Ólafsfirðinga! Af þessum 1000 eru um 200 börn á leik- og grunnskólaaldri þannig að ef gert er ráð fyrir að þau eigi ekki snjósleða þá erum við farin að tala um að það sé 1 snjósleða á hverja 5 íbúa eða um 18% bæjarbúa eigi sleða!! Svona gróflega reiknað!!
En sem sagt þá var snjósleðamótið sem fer vanalega fram hérna inni í bænum haldið í dag. Palli vinur kom og heimsótti mig í gærkvöldi og við fórum saman á mótið. Sökum snjóleysis hérna norður á hjaranum þá þurfti nú að færa mótið efst upp á Lágheiði, sem vel að merkja er opin!! Þarna þeystust um sem sagt kappar á öllum aldri á alveg heilum helling af hestöflum! Það var keppt í nokkrum flokkum sem er skipt eftir eitthverjum reglum sem undirrituð hefur hreinlega ekki nógu mikla þekkingu á til að geta tjáð sig um það... a.m.k. ekki í þessari umferð!! En þarna var sem sagt keppt m.a. unglingaflokki þar sem keppendur eru á aldrinum 14-17 ára. Og það verður bara að segjast að þessir drengir eru alveg óskaplega flinkir að keyra, það verður ekki tekið af þeim. Nú Ólafsfirðingar áttu að sjálfsögðu sína fulltrúa í hverjum flokki (sörpræs, sörpræs!!) og ég gat ekki betur séð en að þeir stæðu sig með stakri prýði. Einn af nemendum mínum var að keppa í unglingaflokknum sínum og hafnaði í 4. sæti. Flottur árangur finnst mér svona miðað við að þetta er fyrsta keppnisárið hans.
Og svo er að sjálfsögðu haldið ball í kvöld þar sem verða væntanlega þeir keppendur sem hafa aldur til ásamt fylgifiskum. Ég giska á að "þema" ballsins verði snjósleðar!!! Hver veit.. kannski maður grynnki eitthvað á áfengisbirgðum heimilisin og skelli sér svo á ball. -Sjáum til...
Það er eitt sem er alveg klárt mál að gerist við það að fara á svona mót, í það minnsta ef maður hefur gaman af því að vera utandyra, og það er að ef það örlar á löngun í snjósleða þá magnast hún um allan helming og ríflega það!! Þannig að hver veit.. kannski gerist maður snjósleðapæja við tækifæri!!!

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com