Ferðasagan... -og sitt lítið af hverju
Loksins loksins...
Löngu kominn tími til að blogga aðeins og segja umheiminum frá því hvað ferðalagið til Köben var vel lukkað... hvað gerðist eftir ferðalagið og hvað laugardagurinn í síðustu viku var skemmtilegur.
En tökum hlutina í réttri röð.
Kaupmannahöfn:
Eins og á öllum góðum ferðalögum þá var smá vesen. Við komum til Baunaveldis að kvöldi föstudagsins (við = Magnús, synir hans tveir, Funi og Fannar, og ég). Þegar við ætluðum að tékka okkur inn á hótelið höfðu verið gerð mistök í bókuninni og í staðin fyrir að búið væri að bóka á okkur 2x twin herbergi þá var búið að bóka eitt. Nú, þar sem þetta voru mistök sem hótelið hafði gert þá fengum við eitt stykki svítu takk fyrir og vorum þar öll fjögur í sátt og samlyndi fyrstu nóttina. Daginn eftir fengu svo drengirnir sitt eigið herbergi en þar sem hótelið var fullbókað var 'því miður' ekki hægt að útvega okkur Magnúsi annað herbergi... Þannig að við 'sátum uppi' með svítuna! Oh dear oh dear... Það er misjafnt mannanna bölið maður.
Nú, eftir að vera búin að koma hótelinu í lag var farið í það að fæða mannskapinn. Stefnan var sett niður í bæ þar sem við vorum búin að mæla okkur mót við Hörð bróður, Ingibjörgu vinkonu hans sem og vinkonu hennar. Borðhaldið var bara vellukkað í lang flesta staði enda félagskapurinn hinn ágætasti. Eftir matinn fórum við bara í rólegheitum upp á hótel og sátum þar í dálítinn tíma og spjölluðum áður en mannskapurinn fór að sofa.
Laugardagurinn var svo tekinn í að kynna sér miðbæ Kaumannahafnar, fórum á Guinnessafnið, Louis Toussaud vaxmyndasafnið og fleira skemmtilegt.
Sunnudagurinn var tekinn í það að skoða litlu hafmeyjuna og Kristjaníu og að því loknu var nú komið að því sem var tilgangurinn með öllu umstanginu... Tónleikar með Deep Purple. Og ég get alveg staðfest það kæra fólk að það eru fleiri gamalmenni en Stónsararnir sem standa sig með ágætum á sviði enn þann dag í dag.
Upphitunarhljómsveitin heitir Uriah Heap og var bara stórgóð. Söngvarinn í þeirri hljómsveit er heilmikill "performer" og náði liðinu svo innilega upp að hljómsveitin var klöppuð upp... -sko...upphitunarhljómsveitin...
Eftir að þeir höfðu tekið smá aukreitis var öllu þeirra drasli skúbbað út af sviðinu og stillt upp fyrir þá DjúpFjólubláu. Og það fór nettur hrollur um mann þegar fyrsta lagið byrjaði að hljóma... Fireball... Og ég sem hélt að það ætti að vera stígandi í lagavali..
Eftir heilmörg lög og alveg geipilega mörg sóló hjá gítarleikaranum, hljómborðsleikaranum og m.a.s. bassaleikaranum -sem er ekki mikill sólómaður, var farið að hygla undir lok á tónleikunum... þá trylla þeir lýðinn með því að taka lög eins og 'Smoke on the water' og 'Black night'... Gaman -bara gaman!
Þetta var alveg klárlega hápunktur ferðarinnar... -Enda, eins og fram kom áður, var tilgangur hennar að fara á tónleikana.
Mánudagurinn var svo tekinn snemma, tékkað út af hótelinu, draslinu komið í geymslu á Höfuðbananum og hersingin skellti sér bara í dýragarðinn... Það var líka markmiðið með ferðinni að forframa syni Magnúsar, annar þeirra hafði einu sinni lagt land undir fót en hinn var í jómfrúrferðinni sinni... Þannig að dýragarður var alveg klárlega við hæfi.
Eftir að hafa klappað ljónunum, fílunum og gíröffunum fórum við nettan hring í Jóla-Tivoli... og það þarf náttúrlega ekkert að spyrja að því að þar hefði svona jólabrjálæðingur eins og ég geta eytt allri helginni ef það hefði verið í boði...
Nú, það fór að sjálfsögðu enginn tími til spillis... Eftir Tivoli heimsóknina skiptum við liði og höguðum okkur eins og sönnum Íslendingum sæmir, jæja.. ókei.. ég gerði það allavega... fórum sem sagt niður á Strik og þar fór undirrituð í 4 búðir og verslaði heilan helling... Enda aldrei þessu vant er bara búið að redda jóladressinu, afmælisgjöfinni fyrir litla bróður var reddað, ýmsum jólagjöfum og svona sitt lítið af hverju... Ekki amalegt að klára það af á einum og hálfum tíma.
Eftir stutta heimsókn á kaffihús var svo komið að því að skottast út á Höfðubana, pakka innkaupunum ofan í töskuna og drífa sig út á völl.
Dásamlegt að kúpla sig aðeins út úr rútínunni hérna heima... þó svo að það sé bara yfir eina helgi.
Og sittlítið af hverju
Nú.. laugardagurinn í síðustu viku og sjónvarpsmaraþonið sem var tekið þá...
Við systur, Hrönn og ég, tókum okkur til síðastliðinn laugardag og horfðum nær samfellt á sjónvarpið í 11,5 klukkustundir... Og hvað er það sem getur haldið manni svona límdum við skjáinn? Jú, ég er með í láni alla þættina af 'Roots' eða Rætur eins og þeir kölluðust á íslensku. Kunta Kinte og afkomendur hans... Stórgóðir þættir sem standast fyllilega tímans tönn... Mæli með því að fólk horfi á þá ef mögulegt er...
Svona að öðru leyti er óskaplega lítið að frétta af kennaranum í Breiðholtinu...
-Jú, það er búið að baka kökuhúsið þetta árið... nú er bara að finna tíma til að setja það saman og skreyta það...
Löngu kominn tími til að blogga aðeins og segja umheiminum frá því hvað ferðalagið til Köben var vel lukkað... hvað gerðist eftir ferðalagið og hvað laugardagurinn í síðustu viku var skemmtilegur.
En tökum hlutina í réttri röð.
Kaupmannahöfn:
Eins og á öllum góðum ferðalögum þá var smá vesen. Við komum til Baunaveldis að kvöldi föstudagsins (við = Magnús, synir hans tveir, Funi og Fannar, og ég). Þegar við ætluðum að tékka okkur inn á hótelið höfðu verið gerð mistök í bókuninni og í staðin fyrir að búið væri að bóka á okkur 2x twin herbergi þá var búið að bóka eitt. Nú, þar sem þetta voru mistök sem hótelið hafði gert þá fengum við eitt stykki svítu takk fyrir og vorum þar öll fjögur í sátt og samlyndi fyrstu nóttina. Daginn eftir fengu svo drengirnir sitt eigið herbergi en þar sem hótelið var fullbókað var 'því miður' ekki hægt að útvega okkur Magnúsi annað herbergi... Þannig að við 'sátum uppi' með svítuna! Oh dear oh dear... Það er misjafnt mannanna bölið maður.
Nú, eftir að vera búin að koma hótelinu í lag var farið í það að fæða mannskapinn. Stefnan var sett niður í bæ þar sem við vorum búin að mæla okkur mót við Hörð bróður, Ingibjörgu vinkonu hans sem og vinkonu hennar. Borðhaldið var bara vellukkað í lang flesta staði enda félagskapurinn hinn ágætasti. Eftir matinn fórum við bara í rólegheitum upp á hótel og sátum þar í dálítinn tíma og spjölluðum áður en mannskapurinn fór að sofa.
Laugardagurinn var svo tekinn í að kynna sér miðbæ Kaumannahafnar, fórum á Guinnessafnið, Louis Toussaud vaxmyndasafnið og fleira skemmtilegt.
Sunnudagurinn var tekinn í það að skoða litlu hafmeyjuna og Kristjaníu og að því loknu var nú komið að því sem var tilgangurinn með öllu umstanginu... Tónleikar með Deep Purple. Og ég get alveg staðfest það kæra fólk að það eru fleiri gamalmenni en Stónsararnir sem standa sig með ágætum á sviði enn þann dag í dag.
Upphitunarhljómsveitin heitir Uriah Heap og var bara stórgóð. Söngvarinn í þeirri hljómsveit er heilmikill "performer" og náði liðinu svo innilega upp að hljómsveitin var klöppuð upp... -sko...upphitunarhljómsveitin...
Eftir að þeir höfðu tekið smá aukreitis var öllu þeirra drasli skúbbað út af sviðinu og stillt upp fyrir þá DjúpFjólubláu. Og það fór nettur hrollur um mann þegar fyrsta lagið byrjaði að hljóma... Fireball... Og ég sem hélt að það ætti að vera stígandi í lagavali..
Eftir heilmörg lög og alveg geipilega mörg sóló hjá gítarleikaranum, hljómborðsleikaranum og m.a.s. bassaleikaranum -sem er ekki mikill sólómaður, var farið að hygla undir lok á tónleikunum... þá trylla þeir lýðinn með því að taka lög eins og 'Smoke on the water' og 'Black night'... Gaman -bara gaman!
Þetta var alveg klárlega hápunktur ferðarinnar... -Enda, eins og fram kom áður, var tilgangur hennar að fara á tónleikana.
Mánudagurinn var svo tekinn snemma, tékkað út af hótelinu, draslinu komið í geymslu á Höfuðbananum og hersingin skellti sér bara í dýragarðinn... Það var líka markmiðið með ferðinni að forframa syni Magnúsar, annar þeirra hafði einu sinni lagt land undir fót en hinn var í jómfrúrferðinni sinni... Þannig að dýragarður var alveg klárlega við hæfi.
Eftir að hafa klappað ljónunum, fílunum og gíröffunum fórum við nettan hring í Jóla-Tivoli... og það þarf náttúrlega ekkert að spyrja að því að þar hefði svona jólabrjálæðingur eins og ég geta eytt allri helginni ef það hefði verið í boði...
Nú, það fór að sjálfsögðu enginn tími til spillis... Eftir Tivoli heimsóknina skiptum við liði og höguðum okkur eins og sönnum Íslendingum sæmir, jæja.. ókei.. ég gerði það allavega... fórum sem sagt niður á Strik og þar fór undirrituð í 4 búðir og verslaði heilan helling... Enda aldrei þessu vant er bara búið að redda jóladressinu, afmælisgjöfinni fyrir litla bróður var reddað, ýmsum jólagjöfum og svona sitt lítið af hverju... Ekki amalegt að klára það af á einum og hálfum tíma.
Eftir stutta heimsókn á kaffihús var svo komið að því að skottast út á Höfðubana, pakka innkaupunum ofan í töskuna og drífa sig út á völl.
Dásamlegt að kúpla sig aðeins út úr rútínunni hérna heima... þó svo að það sé bara yfir eina helgi.
Og sittlítið af hverju
Nú.. laugardagurinn í síðustu viku og sjónvarpsmaraþonið sem var tekið þá...
Við systur, Hrönn og ég, tókum okkur til síðastliðinn laugardag og horfðum nær samfellt á sjónvarpið í 11,5 klukkustundir... Og hvað er það sem getur haldið manni svona límdum við skjáinn? Jú, ég er með í láni alla þættina af 'Roots' eða Rætur eins og þeir kölluðust á íslensku. Kunta Kinte og afkomendur hans... Stórgóðir þættir sem standast fyllilega tímans tönn... Mæli með því að fólk horfi á þá ef mögulegt er...
Svona að öðru leyti er óskaplega lítið að frétta af kennaranum í Breiðholtinu...
-Jú, það er búið að baka kökuhúsið þetta árið... nú er bara að finna tíma til að setja það saman og skreyta það...