« Home | Það er draugagangur á blogginu mínu!!!! Kommentar... » | Hvurslags vælutónn er þetta????? Ég setti hérna i... » | Jahá.. Haldiði að það sé ástand núna maður!!! Hún ... » | Jæja... nú bloggar maður bara á hverjum degi eins ... » | Jahá... nú hefur heldur skipast í raðir þeirra sem... » | Pr?fum ?etta me? titilinn aftur.... » | Mikið er ég nú aktívur bloggari!! Hér bætist almen... » | Ég fór í leik um helgina... Hann kallast "einstæð ... » | Jahá... þá er kominn október og bara 15 dagar í tó... » | JESSSSSS...... Ég vil vekja athygli á að loksins... » 

föstudagur, október 31, 2003 

Fólk er spegill samfélagsins og samfélagið er spegill fólksins.
Og í öllum samfélögum eru litlir smákóngar út um allt... Þannig er það líka litlum samfélögum...svona eins og fjölskyldum!! Í minni fjölskyldu hefur verið hálfgert kommúnistískt ástand þar sem allir eru jafnir... en nú hefur það gerst að sumir eru orðnir jafnari en aðrir!! -OG.. fara ekki leynt með það... ónei... taka sér bara alvöru titil og alles...
Hvað hefur gerst... -Jah.. það er von að þið spyrjið..!!
Haldiði ekki að Hörður bróðir minn sem hingað til hefur haft þann vafasama titil "barnið" vegna staðsetningar sinnar í systkinaröðinni, hafi varpað þeim titli út í horn og ber nú stoltur nafnbótina "forseti"!!! Ójá.. Drengurinn var kosinn forseti "Félags íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn (FÍSK)"!! Ekki amalegt það...
En hvaða áhrif hefur það á fjölskylduna þegar einn meðlimurinn verður forseti!! Eigum við að dreifa rósablöðum um gólfið áður en hann gengur í "salinn"... eða er það of konunglegt... eigum við að hneigja okkur þegar hann kemur heim... er okkur óhætt að stríða honum eða mun hirðin og kolkrabbinn sem óneitanlega er í kringum þetta embætti koma honum til varnar...
Sem betur fer höfum við fjölskyldan dálítinn tíma til að átta okkur á þessari breytingu og taka ákvörðun áður en dreng... fyrirgefiði forsetinn kemur heim í jólafrí!!!

| |

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com