« Home | Andskotans skoðanakönnunin virkar ekki... -Og ég v... » | Ég var að koma af alveg sérlega skemmtilegum tónle... » | Jahá.. helgin sko... Hvað á að segja um svona hel... » | Fólk er spegill samfélagsins og samfélagið er speg... » | Það er draugagangur á blogginu mínu!!!! Kommentar... » | Hvurslags vælutónn er þetta????? Ég setti hérna i... » | Jahá.. Haldiði að það sé ástand núna maður!!! Hún ... » | Jæja... nú bloggar maður bara á hverjum degi eins ... » | Jahá... nú hefur heldur skipast í raðir þeirra sem... » | Pr?fum ?etta me? titilinn aftur.... » 

þriðjudagur, nóvember 11, 2003 

Hvers vegna heyrir maður aldrei svona... JIBBÍÍÍ það er kominn mánudagur!!!!
Ok ok... ég veit svo sem af hverju... en það væri nú samt ágætis tilbreyting að vakna með sól og gleði í hjarta yfir því að eiga að vakna snemma og fara í vinnuna!!! -Ég bíð spennt eftir þeim degi...

Annars er ég nýbúin að eiga hér alveg ágæta kvöldstund fyrir framan skjáinn í alveg prýðis-félagskap!! Tilefnið var hin stórgóða mynd "Lock, stock and two smoking barrels" sem ég mæli alveg hiklaust með fyrir þá sem ekki hafa séð hana!! Og svona fyrst maður er farinn að mæla með myndum þá legg ég til að fólk horfi á "Snatch" sem er einmitt líka alveg stórgóð mynd!!!

Annars er það helst í fréttum af þessum vígstöðvum að nú eru framundan "gagn og gaman"dagar í skólanum!! Þá gerum við eitthvað allt annað en við erum vön að gera... ég ætla t.d. í skálaferð með 45 stk. 9.-10. bekkinga!!! Það vill reyndar til að ég fer ekki ein með þá heldur verðum við 3 kennarar sem förum. Og planið er að tölta með skarann upp á Hengilinn (3-4 klst. labb) og þreyta þau svo áfram með söng og skemmtilegheitum... þannig að þau velti helst útaf um kl. 2-3!!!
Við sjáum hvað setur!!! En ég allavega skellti saman einum fyrripart svona til að halda lýðnum uppteknum!!!

Krakkaskari í kulda og trekki
komust upp á Hengil

| |

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com