« Home | Rannveig og Hrönn » | Litlu píurnar mættar » | 300309-???0 » | Jæja... » | Heimsending á börnum » | Mamma "Bíndís » | 32 vikur » | Að viðra eða vinda » | Já sæll... » | Ég á afmæli í dag... » 

fimmtudagur, september 17, 2009 

Hólí mólí!

Ja hérna hér!!
Ég held nú að þetta sé lengsta blogghlé sem ég hef tekið mér! En.. það hefur sem sagt verið svolítið mikið að gera hjá mér þessa síðustu mánuði!
Bæði hef ég ákveðið að taka mér tak og fara að hreyfa mig aðeins! Nú hleyp ég -eins og vindurinn auðvitað- ca. 3 í viku og boxa ca. 3 í viku líka þannig að ég er alveg að fara að breytast í heilsugyðju! Það myndi sjálfsagt ganga hraðar ef ég nennti að taka mataræðið alvarlega í gegn líka en ég nenni því bara ekki!!
En svona að öllu gamni slepptu þá gengur þetta bara vel. Ég hljóp til og með 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu. Var sátt við tímann sem ég hljóp það á svona miðað við líkamlegt form og fyrri afrek á hlaupabrautinni -sem eru engin!!!

Nú, litla fólkið dafnar vel, stækkar og þyngist eftir náttúrunnar lögmálum og er alveg í kúrfu... þið sem eigið börn skiljið þetta -og þið sem eigið ekki börn skiljið það seinna, þegar þið eigið börn!
Annars fengum við "gest" hér um daginn! Camilla kom heim með hlaupabóluna þannig að síðan hafa allir ungarnir fengið hana! En...hún er nú á undanhaldi þessa dagana þannig að mannskapurinn verður orðinn hress og kátur hér eftir nokkra daga :)

Annars hefur sumarið bara verið nokkuð ljúft. Við gerðum í sjálfu sér ekki mikið nema fara austur í bústað öðru hvoru og leyfa Camillu og Auði að njóta frelsisins sem þar er... engir bílar og lítið um boð og bönn þegar maður er úti að leika í sveitinni :)

Þangað til næst...bið ykkur vel að lifa!

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com