« Home | Litlu píurnar mættar » | 300309-???0 » | Jæja... » | Heimsending á börnum » | Mamma "Bíndís » | 32 vikur » | Að viðra eða vinda » | Já sæll... » | Ég á afmæli í dag... » | Gleðilegt ár og bless bless við jólin » 

sunnudagur, maí 10, 2009 

Rannveig og Hrönn

Jamm... litlu skutlurnar mínar eru komnar með nöfn. Við ákváðum að skíra í höfuðið á tveimur heiðurskonum sem heita Rannveig og Hrönn. Hrannar nafnið kannast nú flestir sem þekkja mig við, enda heitir stóra systir mín Hrönn. Það vita það kannski færri að bróðir hans Jóns Einars heitir Hrannar að seinna nafni. Hrönn litla er því skírð í höfuðið á honum líka. Rannveigar nafnið er síðan sótt til mikils fjölskylduvinar fjölskyldu Jóns Einars. Sú Rannveig hefur reynst þeim afar vel í gegnum árin og á milli heimilanna hefur ríkt djúp og mikil vinátta. Það má næstum segja að þar hafi þeir bræður (Jón Einar og Gísli Hrannar) átt aukasett af foreldrum. Það er óskandi að litlu skvísurnar mínar beri nöfn þessara heiðurskvenna vel og verði þeim til sóma!

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com