« Home | Lítið bloggað...eða hvað? » | Áááááiiiiii..... » | Gymið.. » | Viðbót... » | Tær snilld... » | Hvílíkur dagur!! » | Jæja... » | Ég sver það.. » | Evrópukortið mitt... » | Oooog aftur... » 

laugardagur, mars 06, 2004 

Gleði gleði...

Nú er sko gaman... nú er ég með tvö blogg í gangi þannig að nú get ég fiktað í tölvunni minni eeeeeendalaust!!

Eins og glöggir lesendur sjá er ég búin að breyta myndinni hér að ofan.. komin með þessa fínu jöklasýn yfir Geitafells- og Þórisjökul! Þannig að nú get ég breytt um þema hér á síðunni.. það er m.a. hægt að hafa svona "þekkir þú fjallið" þema!! Það gæti verið ákaflega áhugavert að sjá hver ynni þann leik!!!

Hrönn systir kom í heimsókn hérna áðan og við hetjuðumst í göngutúr um Elliðaárdalinn.. Sérlega ánægjulegt að eiga svona fallegt svæði bara hérna "við túnfótinn" hjá sér!! Það er alveg spurning um að ruslast til að fara oftar í göngutúr!!
Á leiðinni heim úr göngutúrnum þá sáum við mann úti á svölunum hjá sér sem var að þrífa grillið sitt.. Skemmtilegt að sjá svona... það minnir mann á að það fer að styttast í sumarið! Sem þýðir aftur að það styttist í Ítalíuför... JIIIIIBBBÍÍÍ...

Og talandi um sumar... Ég er öll að "sumarvæðast" þessa dagana.. fór m.a. um daginn og keypti ljós bæði að aftan og að framan á hann Bláma minn (reiðhjólið) þannig að hann er til í slaginn fyrir sumarið. (Ehemm.. ég veit ég veit... það þarf ekki ljós á sumrin... en það er nú samt betra að hafa þetta á hjólinu því það er ótrúlegt hvað íslenskir bílstjórar taka EKKERT eftir reiðhjólamönnum!!)
Nú þarf ég bara að ruslast með hann út á bensínstöð til að pumpa í dekkin á honum... Þá er okkur ekkert að vanbúnaði og getum farið að skella okkur í fjörið!!

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com