« Home | Líf á síðunni! » | OMG » | Koddu pabbi! » | Hún á afmæli í dag.... » | Stelpudagarnir eru búnir! » | Snillingurinn minn!!! » | Habbakúk... » | Önnur skil -styttist í eðlilegt líf! » | Jæja, þá er búið að skila ritgerðinni. Það var nú ... » | Tímasetningar » 

miðvikudagur, október 29, 2008 

Spennó spennó

Ég er að fara í saumaklúbb í kvöld. Það ríkir mikil spenna í mínum herbúðum þar sem um er að ræða óhefðbundinn saumaklúbb þar sem meiningin er ekki að sitja bara og borða heldur skilst mér á klúbbshaldaranum að nú eigi að gera eitthvað! Sullum bull með hnífi og skeið! Að minnsta kosti eru það ordrurnar, að mæta vopnaðar og ekki í fallegum fötum!!!

Svo er það náttúrlega tilkynningaskyldan. Það koma alltaf allar skemmtilegar tilkynningar í saumaklúbbum, allar mikilvægar ákvarðanir eru teknar í saumaklúbbum og svo eru náttúrlega skemmtilegustu sögurnar sagðar í saumaklúbbum! Slíkar sögur snúast jú flestar um klaufahátt karlpeningsins sem skilur ekki í hverju skemmtunin er fólgin!! Það þarf kvenlegt innsæi til að skilja svoleiðis sögur!!

Og síðast en ekki síst... mmmmmmmmmmmmmmaaaaaturinn sem er framborinn í svona klúbbum! Ég held að í hverri vinkonu minni leynist lítil Nigella! Allavega hef ég aaaaaaldrei farið svöng heim úr saumaklúbbi! Það er frekar þannig að heimför frestast vegna þess að enn eru til veitingar sem VERÐUR að borða strax, annars skemmast þær!

Sem sagt... ljómandi skemmtilegt kvöld í vændum með slúðri, sulli, sögum og veisluborði!

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com