« Home | Önnur skil -styttist í eðlilegt líf! » | Jæja, þá er búið að skila ritgerðinni. Það var nú ... » | Tímasetningar » | Hver kannast ekki við... » | Eitt vígi enn fallið! » | Cheerios - a friend or foe? » | Langamma er kona! » | Auður sleppti sér! » | Meiri vetur » | Jólin, nýja árið og litla Camilludýrið!! » 

mánudagur, apríl 21, 2008 

Habbakúk...

Lífið er svo dásamlega einfalt þegar maður er tveggja ára!
Við mæðgur lágum uppi í rúmi að horfa á "Dýrin í Hálsaskógi" fyrir nokkrum dögum síðan. Þar kemur við sögu hundurinn ógurlegi Habbakúk. Camilla leit hissa á mig og sagði "kúúúk"! Ég leiðrétti náttúrlega og sagði "Nei, hundurinn heitir Habbakúk". "Ha" sagði Camilla þá og leit ennþá meira hissa og spurði: "Hver kúkar svona habbakúk?" Þá missti nú mamman aðeins andlitið og fór bara að hlæja!

Annars er það helst að frétta að ég er byrjuð að vinna á starfsmannasviði IKEA fjóra daga vikunnar í hálfu starfi. Það er nú ekki komin meiri reynsla á það en svo að ég ætla ekkert að tjá mig ennþá!
Lokaritgerðin er komin í endanlegan búning og verður skilað á morgun... já góðir hálsar hið yndislega samviskubitslausa líf hefst á morgun! (Nú get ég bara haft samviskubit yfir því að eyða ekki nægum tíma með börnunum mínum eins og venjulegt fólk!!)

En sem sagt... ENDILEGA kíkið í heimsókn til mín, ég er EKKI upptekin á kvöldin!

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com