« Home | Jólabakstur » | Algerlega miður mín » | Gubbigubbigubb.... » | Að loknum saumó » | Spennó spennó » | Líf á síðunni! » | OMG » | Koddu pabbi! » | Hún á afmæli í dag.... » | Stelpudagarnir eru búnir! » 

miðvikudagur, janúar 07, 2009 

Gleðilegt ár og bless bless við jólin

Gleðilegt ár þið örfáu sem enn rata hingað inn, og takk fyrir það gamla.

Jólin voru ánægjuleg í alla staði. Hér á bæ var náttúrlega borðað og borðað og borðað! Svefntími yngri kynslóðarinnar fór veg allrar veraldar og foreldrarnir eru nett ringlaðir yfir því að þurfa að vekja liðið til að fara á leikskólann!! Það er af sem áður var þegar hér voru allir vaknaðir ekki síðar en klukkan 6:30!! En hver veit nema þeir dagar komi aftur þegar regla kemst á!

Annars er lítið að frétta nema bara það að hér vaxa allir og dafna -líka bumbufjölmennið! Ég er allavega farin að líta út eins og ég eigi bara eftir að fara upp á fæðingardeild til að eiga börnin og fólk sýpur hveljur þegar ég bendi á að ég sé nú ekki sett fyrr en í apríl! "Ó ég hélt þú ættir að eiga í febrúar" er viðkvæðið!! Gaman að því!! Kannski ég setji met í tvíbura-bumbustærð og fái menn frá Guinness til að koma hingað til að mæla! -Og verði svo í þrívídd í næstu bók frá þeim!! -Nei ég segi bara svona..

Allavega, þá held ég að ég láti þetta nægja í bili. Vonandi verð ég aaaaaðeins duglegri að blogga næstu mánuði (je ræt)!!

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com