mánudagur, júní 16, 2003 

Jahá.. ég segi nú ekki meir! Hér hefur greinilega verið mikill hasar á meðan 'eigandi' bloggsíðunnar brá sér í ferðalag!!! Hér er greinilega búið að vera heilmikið hagyrðingastríð og er það vel!!! Ég sé ekki betur en að meira og minna allir fyrripartar sem hér hafa verið lagðir fram hafi fengið botn!!! Flestir en þó ekki allir... ég tók eftir því að tveir fyrripartar stóðu þarna berir að neðan og ákvað ég að bæta úr því!! Það skal tekið skýrt fram að í báðum þessum fyrripörtum koma fyrir orð sem afskaplega erfitt er að ríma og þess vegna eru botnarnir því verulega óvandaðir.. hér er fyrst og síðast hugsað um rím...

Einn á móti öllum var
eyminginn hann Hörður
safnaði í lið sitt þar
og sagðist listarinnar vörður

Lítið má nú láta hér
því liðið allt það ærist
situr hann og barmar sér
já situr þó ekkert lærist

Undirrituð er á leiðinni í ríflega viku ferðalag og því ákvað ég að senda þessa fyrriparta frá mér svona til að menn hefðu úr eitthverju að moða á meðan!!!

Fjöllin kalla og firðir líka
flýti mér á þeirra fund

og...

Fyrripartar og fögur orð
ferðast um heiminn víðan

Og botniði nú....

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com