laugardagur, desember 20, 2003 

Látið undan þrýstingi!

Hæ hó og korriró...

Hér hafa greinilega orðið mikil mistök!!
Mér þótti upplagt að skella inn tengli á boggsíðu bróður míns og skellti honum því inn á sama stað þar sem tenglar á allar hinar bloggsíðurnar sem ég les svona nokkuð reglulega, eru.

Þarna klikkaði ég stórum og móðgaði því ekki bara eina manneskju... heldur tvær!! -Þessar móðganir má lesa í athugasemdum við síðustu færslu hér að neðan.

Þessu hefur hér með verið kippt í liðinn og bið ég hlutaðeigandi velvirðingar á þessum hrapalegu mistökum!!

föstudagur, desember 19, 2003 

"Nýr" liðsmaður

Jæja, þá er Hörður bróðir, aka barnið, aka forsetinn kominn með sitt eigið blogg! Endilega kíkið á drenginn...

Annars er lítið að frétta á þessum síðustu og verstu.. ég er bara búin að vera með höfuðið á kafi í prófayfirferð sem og vinnubókayfirferð.. En því er nú svo til alveg lokið.. JIBBÍÍÍ......og dásamlegt jólafríið tekið við.. :D -Gaman..

Verkefnin sem hafa beðið undanfarnar vikur verða því leyst í dag.. þ.e. tiltekt og þrif...

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com