« Home | Ég sver það.. » | Evrópukortið mitt... » | Oooog aftur... » | Jess... » | Hrikalega er það svekkjandi... » | Nýr Weebl & Bob... » | Bíltúr á sunnudegi!! » | Eitthvað markvert? » | Maður snýr ekki á örlögin!!! » | Merkilegt... » 

mánudagur, febrúar 23, 2004 

Jæja...

Er ekki kominn tími til að hripa niður nokkrar línur hérna svona til að blessuð síðan fyllist ekki bara af alls kyns ónauðsynlegu drasli... Annars þarf ég að skipta um nafn á henni og kalla hana "Drasl Brynku" en ekki "Netheimur Brynku"...
Nú, það er sem sagt helst í fréttum þessa dagana að ég er við það að komast í vetrarfrí. Það er bara morgundagurinn sem fer í vinnu og svo ætla ég ekki að hugsa um skóla, ekki koma nálægt skóla og allra síst koma nálægt nemendum eða verkefnum þar til á mánudag!! Wonderful!!!
Reyndar finnst mér þetta annars kærkomna frí vera algert bull! Ég man ekki betur en að það hafi allir komist alveg ljómandi vel af án þess í heilan helling af árum... Páskafríið var þeim mun velkomnara!!
Og fyrir vikið nær skólaárið heilli viku lengra inn í sumarið... sem mér finnst ekki eins gott!!!
En.. ég ætla ekki að væla um það hér... það eru næg tækifæri inni á kennarastofu til að velta sér upp úr kjörum kennara!!! Enda spennandi tími að fara í hönd... samningar eru jú lausir þann 31. mars nk. og nú er hiti í ungum kennurum sem hreint og beint töpuðu á síðustu kjarasamningum!! -Þið munið...þessum góðu!!

En að allt öðru...
Nú er ég alveg hreint á fullu að reyna að skipuleggja aukavikuna sem ég ætla að taka mér í sumarfrí... eftir að allir hinir eru búnir að yfirgefa Ítalíu!!
Meiningin er sem sagt að taka nokkra daga í það að rölta aðeins um á Ítalíu... Búin að fá smávægilegar leiðbeiningar frá húseigandanum sem við leigjum húsið af. Hann sendi mér slóðina af nokkrum vefsíðum... en það er einn galli á gjöf Njarðar... Ég er engan vegin nógu sleip í ítölskunni til að geta nýtt mér þær!!! Sem aftur leiðir að öðru vandamáli... að ég get ekki planað það almennilega hvernig ég haga blessaðri göngunni!!!
En þetta hlýtur að reddast allt saman... Gerir það það ekki alltaf? Ég nenni í öllu falli ekki að fara að fá hækkaðan blóðþrýsting og vesen út af þessu... Ekki strax allavega!!!

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com