þriðjudagur, janúar 13, 2004 

Andleysi og ómennska...

hefur plagað undirritaða undanfarna daga og því hefur ekki verið nein hreyfing hér inni á síðunni!!

En nú er komin betri tíð með blóm í haga!!
Síðustu forvöð a? njóta þrítugsaldursins, fertugsaldurinn bíður -í orðsins fyllstu merkingu- hinu megin við helgina!!
Sú staðreynd plagar mig reyndar ekki neitt... ég er búin að gera alveg heilan helling á þessum 30 árum mínum... Búin að mennta mig í greinum sem mér þykja skemmtilegar, búin að búa erlendis í smá tíma, fjárfesta í bíl og íbúð já og ferðast alveg heilan helling bæði heima og að heiman.
Talandi um að ferðast...
Nú liggur nokkuð ljóst fyrir að ég ásamt öllu skemmtilega fólkinu sem ég umgengst og er svo lánsöm að geta kallað vini mína ætlum að gefa okkur það í afmælisgjöf að fara til Sviss í frí. Það er mikið tilhlökkunarefni í mínum huga þar sem það er orðið langt síðan ég hef farið í svona alvöru frí með ekkert sérstakt fyrir stafni nema að slaka á, misbjóða húðinni á mér með sólböðum og yfir höfuð hafa það huggulegt með félögum mínum.
Það er búið að spá mikið og spekúlera...og ég held að eftir að hafa íhugað Spán lítillega og Ítalíu Ítarlega...að Sviss verði fyrir valinu!! -Skemmtilegt hvernig hlutirnir taka stundum aðra stefnu en þeir virtust ætla að taka í upphafi!!!
Það er þó alveg ljóst að það er slétt sama hvert við förum... við erum svo skemmtilegt fólk að það verður óhemju gaman hjá okkur!!!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com