mánudagur, október 04, 2004 

Loksins..

....er búið að pakka saman búslóðinni hennar Hrannar systur og undirrituð getur farið að snúa sér að eigin málum!! Meiningin var jú að nota tímann og fara í gegnum fataskápinn og henda því sem þar er búið að liggja óhreyft í fleiri ár en ég kæri mig um að telja upp hér!!

Það er gaman að segja frá því að ég er búin að gera dramatískar breytingar heima hjá mér! Sjónvarpshillan er farin.. ný komin í staðin.. búin að færa glerskápinn og mín barasta komin með borðstofuborð!! Þannig að nú get ég farið að bjóða ykkur, kæru vinir, í mat... Dásamlegt!! Hmmm.. eða.. sko.. þegar ég verð búin í verkfallinu, búin að fá gríðarlega launahækkun (ehemm....) og það verður eitthvað meira í boði á mínu heimili en bara hrísgrjón, vatn og brauð!! Ég bíð spennt...
Ekki nóg með að nú sjáist yfir alla stofuna hjá mér... heldur fæ ég þarna aukið veggpláss sem ég hef nú þegar ráðstafað undir myndir og fleira skemmtilegt!! -Ohh.. mér finnst svo gaman að breyta hjá mér!! Sérstaklega þegar mér finnast breytingarnar takast vel.

Svefnherbergið hefur líka tekið stökkbreytingum! Ég fékk "í arf" frá Hrönn 3 hillur sem eru óneitanlega fallegri en hvítu rúmfatalagershillurnar mínar!! Þessum hillum erum við Jón Einar búin að raða haganlega inni í svefnherbergi og notum þær til að stúka skrifborðið örlítið af. Þannig að núna er ég komin með svona "vinnukrók"... (sem er náttúrlega bara fínt orð yfir draslhauginn sem er vanalega á skrifborðinu mínu!!)
En.. það stendur nú allt til bóta. Ég ætla að eyða næstu dögum í það að fara í gegnum gömlu glósurnar mínar og henda því sem mig langar ekki til að eiga. -Líkt og með fataskápinn...

Þannig að þið sjáið það kæra fólk að það er hægt að gera heilan helling þegar maður er í verkfalli!!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com